Innlent

53 ófaglærðir fá hærri laun en menntaðir starfsmenn

Gagn og gaman. Leikskólakennarar eru ekki sáttir við að ófaglært starfsfólk sé á hærri launum eins og raunin er með fjölda fólks eftir nýja samninga Reykjavíkurborgar.
Gagn og gaman. Leikskólakennarar eru ekki sáttir við að ófaglært starfsfólk sé á hærri launum eins og raunin er með fjölda fólks eftir nýja samninga Reykjavíkurborgar.

Alls njóta 53 ófaglærðir starfsmenn betri kjara en faglært fólk á leikskólum Reykjavíkur, samkvæmt nýjum samningum borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Urgur hefur verið í félagsmönnum Félags leikskólakennara síðan samningarnir voru kynntir vegna þessa, enda þýðir þetta að menntað fólk innan þess félags situr eftir með lægri laun.

Laun leikskólakennara við deildarstjórn með sjö ára reynslu verða 217 þúsund krónur á mánuði um næstu áramót. Ófaglærður leiðbeinandi í flokki tvö við deildarstjórn hjá Eflingu verður með 237 þúsund.

Munurinn eykst enn sé miðað við deildarstjórnanda með sömu reynslu hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Laun hans um áramótin verða tæpar 248 þúsund krónur eða rúmlega 30 þúsund krónum hærri á mánuði en félaga í Félagi leikskólakennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×