Innlent

Komið í veg fyrir neyðarástand

Deild 13B á Landspítalanum. Þarna innan dyra fer fram blóðskilun sem er lífsnauðsynleg um 40 nýrnasjúklingum.
Deild 13B á Landspítalanum. Þarna innan dyra fer fram blóðskilun sem er lífsnauðsynleg um 40 nýrnasjúklingum.

Samningar hafa náðst við fimm af átta hjúkrunarfræðingum sem annars hefðu hætt störfum á blóðskilunardeild Landspítalans um áramót. Herdís Herberts­dóttir, sviðs­stjóri á lyf­lækninga­sviði, segir að með þessu hafi neyðarástandi verið afstýrt.

Herdís segir ákveðna málamiðlun hafa náðst sem felist bæði í breytingu á nýju vaktafyrirkomulagi sem var rót deilna á deildinni og svo aukagreiðslum fyrir vinnu. Störf hjúkrunarfræðinga á blóðskilunardeild eru mjög sérhæfð og nýrnasjúklingum lífsnauðsynleg. Því var ljóst að í óefni stefndi hefðu hjúkrunarfræðingarnir allir hætt störfum. Deildina sækja um 40 nýrnasjúklingar sem koma þrisvar í viku í blóðskilun en hún tekur upp undir fjóra klukkutíma í hvert skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×