Innlent

Fréttamynd

Forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Færeyja

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra heldur til Færeyja næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptanefnd til Færeyja og er mikill áhugi er sagður vera fyrir ferðinni hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um umferðarlagabrot

Frá hádegi á föstudaginn til mánudagsmorguns hafði lögreglan í umdæmi Álftaness, Garðabæ og Hafnarfirði afskipti af 48 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum. Þar af voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og fimm ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru fimm umferðaróhöpp tilkynnt um heldina en þau voru öll slysalaus.

Innlent
Fréttamynd

Kærum vegna ölvunar á almannafæri fjölgar á Selfossi

Kærum vegna ölvunnar á almannafæri hefur fjölgað upp á síðkastið hjá Lögreglunni á Selfossi. Þá hefur kærum þar sem menn ólhlýðnast fyrirmælum lögreglu einnig fjölgað en eitt slíkt mál kom upp á Selfossi aðfaranótt sunnudags þar sem maður hafði í frammi ósæmilega hegðun og sló til lögreglumanns.

Innlent
Fréttamynd

Tryggingamiðstöðin vildi NEMI

Eftir lokun kauphallarinnar í Noregi föstudaginn 31. mars lýsti Tryggingamiðstöðin hf. (TM) formlega við stjórn Nemi forsikring ASA (NEMI) vilja til að gera kauptilboð í allt hlutafé NEMI. TM á 9,77 prósenta hlut í NEMI.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir í setuverkfall í vikunni

Ekkert hefur þokast í kjarabaráttu ófaglærðs starfsfólks á dvalarheimilum aldraðra. Það stefnir því allt í tveggja sólarhringa setuverkfall síðar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar góða framgöngu í slökkvistarfi

Bæjarstjórn Borgarbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfi á Mýrum fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. Í fréttatilkynningu frá Bæjarstjórn Borgarbyggðar segir að með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp Valgerðar varla afgreitt úr nefnd

Afar ólíklegt er að frumvarp iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði afgreitt úr iðnaðarnefnd Alþingis, segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Allir sjálfstæðismennirnir í nefndinni gera athugasemdir við frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni

Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandic Group kaupir allt hlutafé í Saltur A/S

Icelandic Group hefur keypt allt hlutafé í Saltur A/S í Danmörku, sem á allt hlutafé í Jeka Fish A/S í Danmörku. Jeka Fish gekk nýlega frá kaupum á félaginu Atlantic Cod A/S. Kaupverðið er greitt með nýju hlutafé í Icelandic Group að nafnverði 135 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur á BUGL

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut um klukkan hálf ellefu í morgun. Kveikt hafði verið í handþurrkum á baðherbergi í kjallara hússins. Fjórir reykkafarar fóru inn í húsið og gekk þeim greiðlega að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Sven Dam skipaður forstjóri Media Scandinavia

Sven Dam var skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S í gær. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Dam mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi 365 Media Scandinavia A/S í Danmörku samhliða því að kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungs hækkun milli ára

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði hækkaði tvöfalt meira á hvern fermetra milli áranna 2004 og 2005 en það gerði á Norðurlandi eystra þar sem hækkunin var minnst.

Innlent
Fréttamynd

Svenn Dam skipaður forstjóri og varastjórnarformaður

Svenn Dam var í gær skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Svenn mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi í Danmörku en jafnframt kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forseta Litháen afhent trúnaðarbréf

Hannes Heimisson, sendiherra, afhenti þann 23. mars Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen, með aðsetri í Helsinki.

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega árslaun í hærri vaxtagreiðslur

Vaxtahækkanir Íbúðalánasjóðs að undanförnu hafa í för með sér að lántakendur þurfa að greiða rúmlega einum árslaunum meira í vexti á lánstímanum en fyrir fáeinum mánuðum síðan, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar í Reykjanesbæ greiða lægstu fasteignaskattana

Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa eru lægstar í Reykjanesbæ samkvæmt útreikningum ASÍ. Greint er frá þessu á heimasíðu Reykjanesbæjar. Samanburður ASÍ nær til átta stærstu sveitafélaga landsins og borin voru saman árin 2003 til 2006.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd sex ráðuneyta um Vatnsmýri

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að samræma hugmyndir um framtíðarstaðsetningu háskóla- og rannsóknastofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæði. Meðal stofnana sem gætu fengið aðstöðu í Vatnsmýrinni eru Matvælarannsóknir og rannsóknahluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys við Kárahnjúka

Banaslys varð við Kárahnjúka á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar grafa valt. Samkvæmt fyrstu upplýsingum var maðurinn íslenskur og starfsmaður Suðurverks. Slysið varð við Desjárstíflu en þetta er þriðja banaslysið við virkjunarframkvæmdirnar. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Um 30.000 manns á sýningunni Matur 2006

Talið er að um 30.000 manns hafi lagt leið sína á sýninguna Matur 2006 í Fífunni um helgina. Fjölmörg fyritæki kynntu þar þjónustu sína auk þess sem þar voru haldnar hinar ýmsu keppnir.

Innlent
Fréttamynd

Sprunga í framrúðu

Breiðþotu af gerðinni Boeing 767 frá flugfélaginu Max Jeat, á leið frá London til New York, var lent á Keflavíkurflugvelli í gærdag eftir að sprunga myndaðist í ytra byrði einnar framrúðu vélarinnar þegar hún var stödd skammt frá landinu. Flugmennirnir lækkuðu þegar flugið og lentu heilu og höldnu. Ekki var talið hættuástand um borð og var því ekki gripið til sérstakra ráðstafana á vellinum. Vél frá sama félagi sótti farþegana til Keflavíkur í gærkvöldi, en gert verður biluðu vélina hér.

Innlent
Fréttamynd

Stangveiði fer vel af stað

Stangveiðin fór vel af stað austur í Skaftafellssýslum um helgina þótt ísrek væri víða í ám og lækjum og að veiðimenn þyrftu sumstaðar að brjóta ís til að kom færum sínum í vatn. Tungulækur tók mjög vel við sér og gaf vel á annað hundrað fiska um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Grunur leikur á íkveikju

Eldur var kveiktur í rusli við hlið iðnaðar- og verslunarhúss við Fossaleyni uppúr klukkan eitt í nótt en slökkvilið náði að slökkva hann áður en hann næði að læsa sig í húsið. Nokkrum minútum síðar var tilkynnt um eld í stigagangi fjölbýlishúss þar skammt frá og gekk greiðlega að slökkva hann. Grunur leikur á að þar hafi eldfimur vökvi verið notaður til að glæða eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Eins hreyfils véll rann út af flugbrautinni

Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan tíu í gærkvöldi með þeim afleilðingujm að húnn rann út af flugbrautinni og lenti þar á rafmagnskassa. Flugmanninn sakaði ekki en bæða flugvélin og rafmagnskassin eru skemmd. Ekki liggur fyrir hvers vegna flugmaðurinn missti sjtórn á vélinni.

Innlent
Fréttamynd

Svæðið á Mýrum vaktað í nótt

Enn logar í glóð í gróðri á Mýrum og munu menn standa vaktina næstu daga til að koma í veg fyrir að eldur brjótist út að nýju. Eyðileggingin sem blasir nú við á Mýrum er gríðarleg eftir þennan stærsta sinubruna Íslandssögunnar. Slökkviliðsmenn segja mildi að eldurinn hafi ekki borist í byggð í Borgarfirði og þakka það jarðýtu að sú varð ekki raunin.

Innlent
Fréttamynd

Allmargir féllu fyrir aprílgabbi NFS

Allmargir forvitnir Reykvíkingar óku fram hjá Austurvelli í gærkvöld í von um að sjá þar hundruð nakinna fyrirsæta liggjandi í ljósmyndatöku hjá Spenser Tunic fyrir plötuumslag Stuðmanna. Ekki bar mikið á nektinni enda á ferðinni aprílgabb NFS.

Innlent
Fréttamynd

Börðu mann með kúbeini

Þrír menn veittust að þeim fjórða fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í nótt. Grunur leikur á að þeir hafi notað kúbein til að ganga í skrokk á manninum. Að sögn sjónarvotta var engin augljós ástæða fyrir barsmíðunum. Fórnarlambið fékk að snúa til síns heima eftir heimsókn á sjúkrahúsið á Selfossi en árásarmennirnir dúsa í fangageymslum lögreglu. Að auki var maður færður í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi vegna heimiliserja.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að varna því að eldar blossi upp aftur

Tekist hefur að ráða niðurlögum eldanna á Mýrum. Enn er þó vel fylgst með svæðinu þar sem víða er glóð í skurðbökkum. Það var rétt fyrir miðnætti í gærkvöld sem loks tókst að slökkva síðustu eldanna á Mýrum. Slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarfirði og Borgarnesi barðist allan daginn við elda sem gusu upp aftur síðdegis en talið hafði verið að búið væri að ráða niðurlögum eldanna.

Innlent
Fréttamynd

Um 20.000 manns á Matur 2006

Meistarakokkar og vöskustu uppvaskarar landsins voru meðal þeirra sem sýndu færni sína í Fífunni í dag. Sýningarnar Matur 2006 og ferðatorg 2006 eru nú í fyrsta skipti haldnar samhliða.

Innlent