Fíkn

Kleini fer í meðferð
Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn.

Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“
Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið.

Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni
Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna
Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf.

„Ég fór í fangelsi frjáls maður“
Daníel Rafn Guðmundsson sökk djúpt ofan í undirheima Reykjavíkur á tímabili og upplifði sláandi hluti. Þegar hann mætti í fangelsi til að afplána dóm fyrir líkamsárás var hann hins vegar laus undan fíkn og hafði þar frelsast til kristinnar trúar.

Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur
Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins.

Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót
Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum.

Spilavítishugmyndinni kastað fram en ekki skoðuð nánar
Hugmynd HHÍ um að setja á laggirnar spilavíti hér á landi var einungis pæling sem kastað var fram við gerð tillaga um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti. Forstjóri HHÍ segir að stjórnvöld þurfi að breyta reglugerðum um fjárhættuspil á netinu ef bregðast á við tekjutapi og leggja upp úr heilbrigðari spilun.

Búbblur og böl
Á undanförnum árum hafa viðburðir þar sem áfengi er haft um hönd færst í aukana og áfengir drykkir nú töluvert oftar í boði og einnig við fleiri tækifæri en áður tíðkaðist. Nýleg dæmi um slíka viðburði eru konukvöld í ýmsum verslunum þar sem boðið er upp á vín yfir gylliboðum, tilboðum og skemmtunum.

Tölvuleikjafíkn – þarf eitthvað að hafa áhyggjur?
Dómstólar í Canada munu á næstu mánuðum skera úr ágreiningi þarlendra foreldra við Epic Games, framleiðanda Fortnite tölvuleikjarins. Foreldrarnir stefndu fyrirtækinu á grundvelli þess að leikurinn væri ávanabindandi.

Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi
Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein.

Ákall um 300 milljóna lífsbjörg
Alkóhólismi er enginn venjulegur sjúkdómur. Hann hefur afdrifarík áhrif bæði á geðræna og líkamlega heilsu sjúklingsins og aðstandenda hans. Þannig getur óhófleg neysla áfengis og annarra vímuefna gjörbreytt persónuleika viðkomandi einstaklings til hins verra og alið af sér þráhyggju, fíkn, stjórnleysi og afneitun.

Frú Ragnheiður, Heiðar og Þórdís Kolbrún hlutu Frelsisverðlaun SUS
Frú Ragnheiður, Heiðar Guðjónsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlutu í gærkvöldi hin árlegu Frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS).

Stríð gegn skynseminni
Dómsmálaráðherra boðar „stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi.“ Þetta er óneitanlega óvenjulegt myndmál í íslensku samhengi en væntanlega hugsað til að stimpla herrann inn sem nagla að bandarískri fyrirmynd; hetju í stríði gegn stórhættulegum óvini. En það er enginn hetjuljómi yfir stríði. Þau einkennast öðru fremur af stórkostlegri sóun á almannafé, hryllilegri fórn á mannslífum og afnámi borgaralegra réttinda. Það er ljóst að stríð dómsmálaráðherra verður eins.

Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar?
Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta

60 prósent aukning á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar
Veruleg aukning er á notkun lyfja til uppbótarmeðferðar vegna ópíóðafíknar á Íslandi. Frá árinu 2019 hefur orðið tæplega 60 prósent aukning á slíkri lyfjagjöf. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljá Mistar Einarsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrr í vikunni.

„Spilltasti útsendarinn“ segir fíkniefnastríðið vera leik
José Irizarry, sem hefur verið kallaður spilltasti útsendari fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir fíkniefnastríðið óvinnanlegt og þá sem heyja það gjörspillta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ásakanir hans til skoðunar.

Faðir Friðfinns segist þakklátur
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.

Einstaklingum í uppbótarmeðferð fjölgað úr 276 í 438
Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum.

Hefur ýmislegt að athuga við uppáskrift stórra morfínskammta til fíknisjúklinga
Landlæknir hefur ýmislegt við þá aðferðafræði að athuga sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar greindi hann frá því að hann og fleiri læknar hefðu skrifað upp á stóra skammta af morfíni fyrir langt leidda fíknisjúklinga.