Fíkn

Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana
Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll.

Lokum spilakössunum!
Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum.

Svandís ekki gera það!
Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna.

Spilaði bókstaflega allt frá sér
Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar.

Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram
Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð.

Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli
Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum.

RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi
Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana.

Demi Lovato var nær dauða en lífi
Bandaríska tónlistar- og leikkonan Demi Lovato segist hafa verið nær dauða en lífi eftir að hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018.

Kemur til greina að neyslurými verði færanleg
Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins.

Brjótum ísinn
Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka.

Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur
Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur.

Reglugerð um neyslurými staðfest
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma.

Heróínsmyglari kannaðist ekkert við fimmtán ára vinskap
Michal Okapiec, þrítugur karlmaður búsettur í Reykjanesbæ, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, að mestu skilorðsbundið, fyrir smygl á fíkniefnum og lyfjum, brot á vopnalögum og peningaþvætti. Félagi hans sem lögregla telur að hafi verið burðardýr í smyglinu fékk nýlega sex mánaða dóm fyrir sinn þátt.

Fíkn er sjúkdómur!
Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma.

„Þessi draumar um það að verða ríkur á því að selja dóp er óraunhæfur“
Í Íslandi í dag síðastliðið vor var sagt frá því hvernig þeir félagar Tolli Morthens og Agnar Bragason höfðu lagt í merkilega vinnu með starfshópi sem félagsmálaráðherra Ásmundur Einar Daðason skipaði til að finna leiðir til að styðja fanga til þátttöku í samfélaginu af lokinni afplánun.

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína
Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.

Er spilakassi í þínu hverfi?
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fæstir geri sér grein fyrir því að við grunn- og menntaskóla sé fjöldinn allur af spilakössum sem börn hafi greiðan aðgang að.

„Plís ekki opna þessa kassa aftur“
Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar.

Sá tvöfalt í úrslitaleik Meistaradeildar vegna timburmanna
Sænski markvörðurinn Dan Beutler vinnur nú að bók um lífshlaup sitt. Þar fjallar hann meðal annars um áfengis- og fíkniefnavanda sinn.

Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum
Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan.