Fjallabyggð

Undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam
Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Útköll björgunarsveita í gærkvöldi bundin við Siglufjörð og Skagafjörð
Björgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði og í Skagafirði vegna ýmissa fokverkefna í gærkvöldi. Óveður var víða á landinu í gærkvöldi, en Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar út annars staðar á landinu.

Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“
„Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar.

Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði
Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum.

Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa
Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur.

124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“
Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi.

„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum.

Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu.

Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu
Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum.

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði
Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Róbert setur hótelið og aðrar eignir tengdar ferðaþjónustu á Sigló á sölu
Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, hefur ákveðið að setja allar eignir sínar tengdar ferðaþjónustunni í bænum á sölu.

Gera Freyju út frá Siglufirði
Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.

Þekja hlíðina með stálgirðingum til varnar snjóflóðum
Vinna við snjóflóðavarnir hefur verið í fullum gangi í allt sumar fyrir ofan Siglufjörð. Snjóflóðahættan minnti rækilega á sig síðastliðin vetur.

Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn
Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst.

Fór í heimildarleysi inn til konu sem sakaði hann um nauðgun
Karlmaður um fimmtugt hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa farið óboðinn inn á heimili á Siglufirði að morgni dags í maí fyrir rúmu ári.

Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni
Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn.

Stór olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn
Mikill olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn fyrri part dags í gær. Á myndum má sjá að flekinn var stór að umfangi og hafi hann borist úr innsiglingunni og til hafnar.

Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng
Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar.

Líf og fjör um allt land
Líf og fjör er í öllum landshlutum um helgina. Ögurhátíðin í Ísafjarðardjúpi nær hámarki með Ögurballi í kvöld, þar sem boðið verður upp á rabbarbaragraut með rjóma í danspásum.

Gunnar Birgisson er látinn
Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.