Grímsnes- og Grafningshreppur

Fréttamynd

Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum

Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu.

Lífið
Fréttamynd

Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi

Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin

Innlent
Fréttamynd

Gull­kálfarnir í GOGG

Mikið ofboðslega hef ég komist að mörgu síðan við hjónin byggðum okkur frístundahús í Grímsnes- og Grafningshreppi (GOGG) enda vorum við ekkert í byrjun að velta því fyrir okkur hvað það þýddi í raun og ég þori að fullyrða að það eru örugglega mjög margir í sömu stöðu hvað þetta varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana

Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins.

Innlent
Fréttamynd

Réttur þjóðarinnar, er hann hunsaður af stjórn­völdum?

Í baráttu minni um rétt minn til að velja mér búsetu hafa margir fílar orðið á vegi mínum, þessir fílar eru í líki sveitarstjórnarfólks í GOGG og einnig innviðaráðaherra sem hefur þessi mál á sinni könnu. Enginn þessara aðila sýnir því skilning að það er niðurlægjandi að vera „Óstaðsettur“ og ósýnilegur.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki amalegt að fá að elda fyrir Gordon Ramsay!“

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi þessa stundina, eins og oft áður. Hann var gestur á veitingastaðnum í Þrastalundi í gær en þetta er annað árið í röð sem hann snæðir þar. Ásamt honum var leikarinn Max Beesley.

Lífið
Fréttamynd

Bana­slys á Laugar­vatns­vegi

Fyrr í kvöld tilkynnti lögreglan á Suðurlandi að alvarlegt umferðarslys hafi átt sér stað á Laugarvatni. Nú hefur lögreglan greint frá því að um banaslys hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bara þrjóskari en andskotinn“

Sumarbústaðaeigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg.

Innlent
Fréttamynd

Bú­setu­frelsi – Hver erum við?

Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!?Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert fer út­svarið mitt?

Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Er búsetufrelsisfólk annars flokks?

Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi

Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Mikki refur og Karíus og Baktus á Sólheimum í Grímsnesi

Það eru margar litríkar persónur á Sólheimum í Grímsnesi þessa dagana eins og Mikki refur og Rauðhetta, Karíus og Baktus og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan. Hér erum við að tala um uppfærslu Leikfélags Sólheima á leikritinu „Skógarbrúðkaup“.

Menning
Fréttamynd

Að búa í dreif­býli eru for­réttindi

Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Bilun í Nesjavallavirkjun

Bilun kom upp í stjórnbúnaði Nesjavallavirkjunar á sjötta tímanum nú síðdegis með þeim afleiðingum að öll orkuvinnsla í virkjuninni, hvort tveggja á heitu vatni og rafmagni, stöðvaðist.

Innlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.