Kópavogur

Kópavogsbær hækkar leikskólagjöld um tugi þúsunda króna
Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi í ljósi gríðarlegra gjaldskrárhækkana um næstu mánaðamót. Gjaldskráin hækkar um tugi prósenta og leikskólarnir verða þeir dýrustu á höfuðborgarsvæðinu.

Þyrluflugið eins og nágranni með lélega golfsveiflu
Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum.

Innbrotahrina á öllu höfuðborgarsvæðinu
Þessa dagana stendur yfir innbrotahrina á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta eru myrkraverk“
Meiriháttar magn af rusli er ítrekað skilið eftir í hafnargarðinum við Kópavogshöfn. Nú í vikunni var sérlega mikið skilið eftir og kveðst hafnarvörður vera orðinn þreyttur á ástandinu. Dæmi eru um að klósett, vaskur og eldavél hafi verið skilin eftir í höfninni.

Óholl loftgæði mældust í Kópavogi vegna svifryks
Loftgæði í Kópavogi hafa mælst óholl frá klukkan átta í kvöld vegna mikils svifryks. Veðurfræðingur segir ástandið geta varað næstu daga.

Árekstur á Hafnarfjarðarvegi olli töfum
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sautjánda tímanum í dag vegna olíuleka á Hafnarfjarðarvegi við Hamraborg í Kópavogi. Töluverðar tafir urðu á umferð til vesturs.

Einfaldar líf sitt eftir að hafa lent á vegg
Hannes Steindórsson fasteignasali og fyrrverandi bæjarfulltrúi Kópavogs stendur á tímamótum í lífinu eftir að hann lenti á vegg og féll eftir ellefu ár af edrúmennsku. Hann hefur ákveðið að einfalda líf sitt og einbeita sér að því sem skiptir hann hvað mestu máli; fjölskyldunni og starfinu sem fasteignasali.

Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg
Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra.

Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

„Þykir gríðarlega miður að upplifun einstaka foreldra hafi verið neikvæð“
Mótastjóri Símamótsins harmar slæma upplifun iðkenda og foreldra á mótinu um helgina en afreksfólk í íþróttum hefur greint frá slíku á samfélagsmiðlum. Hann segir mótið heilt yfir hafa farið afar vel fram.

„Fæstir vilja vera óbeinir þátttakendur í kynlífi annarra“
Formaður Húseigendafélagsins segir reglulega kvartað til félagsins vegna kynlífsóhljóða. Eftirminnilegasta mál af því tagi var „Óp- og stunumálið“ í Kópavogi árið 2003. Hávaði vegna kynlífs sé eins og annar hávaði, hann verður að vera innan velsæmismarka.

Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið
Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi.

Hönnunarperla Elmu í Icewear til sölu
Elma Björk Bjartmarsdóttir, markaðsstjóri Icewear, og Orri Pétursson eiginmaður hennar hafa sett einbýlishús sitt við Grundarsmára 9 í Kópavogi til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 199 milljónir.

Líkamsárás í Kópavogi og borgaraleg handtaka í Vesturbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi vegna líkamsárásar í Kópavogi. Þar hafði einn ráðist á annan og slegið hann ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Var árásarmaðurinn handtekinn en engum sögum fer af meiðslum fórnarlambsins.

Ekki tekið ákvörðun um að áfrýja í Vatnsendamáli
Kópavogsbær hefur ekki tekið ákvörðun um að áfrýja ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins, 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. Bærinn hefur undanfarin ár verið með varúðarfærslur vegna málsins í bókum sínum.

Kópavogsbæ gert að greiða syni Þorsteins Hjaltested 1,4 milljarða
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland.

Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum
Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð.

Komið að þolmörkum leikskólans
Tilkynning um breytt skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogsbæjar í síðustu viku hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Samþykkt hefur verið að bjóða öllum leikskólabörnum í Kópavogi sex klukkustunda gjaldfrjálsan dvalartíma og að dvalargjöld umfram sex klukkustundir fari stigvaxandi með auknum dvalartíma.

Unglingar játuðu að partíið væri vandræðalegt
Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um tvö til þrjú hundruð manna unglingapartí í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þegar lögreglu bar að garði var rólegt yfir öllu og ungmenninn höfðu sjálf orð á að um væri að ræða „heldur vandræðalegt partí.“

Verslanir Iceland munu brátt heyra sögunni til á Íslandi
Verslanir sem reknar eru undir merkjum Iceland munu hverfa af markaðnum hér á landi á næstu mánuðum.

Sex tímar á dag gjaldfrjálsir í leikskólum Kópavogs
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í sveitarfélaginu, sem fela meðal annars í sér að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir.

Hannes segir sig úr bæjarstjórn Kópavogs
Hannes Steindórsson, fasteignasali, ætlar að segja af sér sem bæjarfulltrúi í Kópavogsbæ á bæjarstjórnarfundi á morgun til að einbeita sér að fasteignasölu og barnauppeldi. Fyrr í mánuðinum seldi hann allan hlut sinn í fasteignasölunni Lind.

Kópavogur tekur við allt að 101 flóttamanni
Kópavogur mun taka á móti allt að 101 flóttamanni samkvæmt samningi Kópavogsbæjar og stjórnvalda um samræmda móttöku flóttafólks sem undirritaður var í gær.

Bakkaði bát niður Reykjanesbrautina
Bílstjóri flutningabíls með bát meðferðis olli töluverðum töfum á umferð á Reykjanesbrautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar og varð að bakka að Lindum í Kópavogi með aðstoð lögreglu.

Sparkaði í hreðjar manns í miðborginni
Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna líkamsárásar þar sem maður hafði sparkað í hreðjar annars manns.

Vefverslun Klukkunnar slær í gegn
Verslunin Klukkan hefur í nær hálfa öld selt landsmönnum skartgripi, úr og ýmsa gjafavöru.

Ungmenni til vandræða í Kópavogi
Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti.

Alls konar um að vera um allt land á 17. júní
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt í dag. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Vísir tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum.

Kaupa hlut Hannesar í Lind fasteignasölu
Stærstu hluthafar fasteignasölunnar RE/Max, þeir Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson undir formerkjum fjárfestingarfélagsins IREF, hafa keypt hlut Hannesar Steindórssonar í fasteignasölunni Lind.

Sundþyrstir biðu eftir starfsfólki sem vissi ekki að það mætti mæta
Hópur fólks dreif sig að sundlaug Kópavogs í morgun þegar fregnir bárust af því að verkfalli BSRB hefði verið aflýst. Starfsfólk sundlaugarinnar vissi hins vegar ekki af því og hópurinn kom að læstum dyrum.