Viðskipti innlent

Gísli í Garð­heimum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Hinrik Sigurðsson, annar stofnanda Garðheima, er annar frá hægri á myndinni. Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri. Olga Björney Gísladóttir, innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason, rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson og Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri.
Gísli Hinrik Sigurðsson, annar stofnanda Garðheima, er annar frá hægri á myndinni. Garðheimafjölskyldan, foreldrar og börnin þeirra. Frá vinstri, Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri. Olga Björney Gísladóttir, innkaupastjóri, Sigurður Björn Gíslason, rekstrarstjóri, Jónína Sigríður Lárusdóttir, stofnandi Garðheima, Gísli Hinrik Sigurðsson og Jóna Björk Gísladóttir, markaðsstjóri. Aðsend

Gísli Hinrik Sigurðsson, stofnandi Garðheima, er látinn, 79 ára að aldri.

Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag, en Gísli lést á Hrafnistu í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag.

Um Gísla segir að hann hafi fæðst í Hrísey en síðar flust í Kópavog þegar hann var á táningsaldri. Hann stundaði nám í radíósím­virkj­un og vann lengi við mælingar fyrir sjónvarpsútsendingar víða um land. Gísli varð svo tæknimaður og  tæknistjóri við Sjónvarpið og síðar deildarstjóri rekstrardeildar Stöðvar 2.

Hann festi svo kaup á Verslun Sölufélags garðyrkjumanna árið 1991 og stofnaði svo Garðheima við Stekkjarbakka í desember 1999. Hann stjórnaði fyrirtækinu fram á efri ár, en börn hjónanna tóku svo við rekstrinum og hafa Garðheimar nú flutt í nýtt húsnæði við Álfabakka.

Gísli lætur eftir sig eiginkonuna Jónínu Sigríði Lárusdóttur, en þau eignuðust fjögur börn.

Gísli og Jónína ráku einnig saman matvöruverslunina Langholtsval, Snakk- og videohornið í Engihjalla og tískuvöruverslunina Viktoríu við Laugaveg.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×