X (Twitter)

Fréttamynd

Rússar hægja á Twitter

Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar sem enduðu óvart á mynd

Oft á tíðum vekja tíst mikla athygli og það má með sanni segja þegar maður að nafni Chris Grosse bað notendur Twitter að birta mynd þar sem fólk er í raun óvart inni á ljósmyndinni.

Lífið
Fréttamynd

Parler ætlar í hart við Amazon

Samfélagsmiðillinn Parler ætlar að höfða mál gegn Amazon eftir að fyrirtækið neitaði að hýsa vefsíðu miðilsins áfram. Ákvörðun Amazon kom í kjölfar þess að bæði Google og Apple ákváðu að fjarlægja Parler úr smáforritaverslunum sínum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið

Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins.

Erlent
Fréttamynd

Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla

Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum.

Erlent
Fréttamynd

Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi

Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldinn í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter

Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot

Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana.

Erlent
Fréttamynd

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína

Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni.

Erlent