Kauptilboðið hljóðar upp á 54,2 dollara fyrir hvern hlut, það eru um sjö þúsund krónur á gengi dagsins í dag.
Hluthafar fyrirtækisins þurfa að ákveða hvort þeir taki tilboðinu eða ekki. Í tilkynningunni kemur fram að stjórn Twitter mæli með því að hluthafar samþykki kauptilboðið.
Musk á sjálfur fyrir 9,2 prósent hlut í fyrirtækinu sem hann eignaðist á dögunum. Gangi kaupin eftir mun Musk taka Twitter af hlutabréfamarkaði.
„Tjáningarfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og Twitter er stafrænt umræðutorg þar sem lykilhugmyndir framtíðarinnar eru ræddar,“ er haft eftir Musk í tilkynningunni.
Segist hann ætla að bæta notendaupplifun á samfélagsmiðlinum, meðal annars með því að tryggja að auðkenndur einstaklingur sé á bak við hvern Twitter-reikning.
Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála.
Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.