Forstjóri Twitter stígur til hliðar Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 19:09 Jack Dorsey þegar hann kom fyrir bandaríska þingnefnd í gegnum fjarfundarbúnað fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Jack Dorsey, stofnandi samfélagsmiðilsins Twitter, steig til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins í dag. Parag Agrawal, tæknistjóri Twitter, tekur við stöðunni af Dorsey. CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008. Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
CNBC-sjónvarpsstöðin greindi fyrst frá því að Dorsey ætlaði að láta af störfum. Dorsey staðfesti svo tíðindi í tísti í morgun. Washington Post segir að tilkynningin hafi jafnvel komið sumum stjórnendum Twitter að óvörum. Viðskipti með hlutabréf í fyrirtækinu voru stöðvuð tímabundið eftir fréttirnar. Dorsey var einn stofnenda Twitter árið 2006 en hætti sem forstjóri fyrirtækisins tveimur árum síðar. Hann var kallaður aftur að stjórnvelinum eftir að Dick Costolo sagði af sér árið 2015. Undanfarin ár hefur Dorsey ásamt öðrum forsvarsmönnum tæknifyrirtækja og samfélagsmiðla legið undir gagnrýni fyrir að dreifa upplýsingafalsi og áróðri. Dorsey var upphaflega þeirrar skoðunar að ritstýring á Twitter ætti að vera í lágmarki en snerist síðar hugur. Þannig bannaði Twitter Donald Trump, þekktasta notanda miðilsins, eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til atlögu við Bandaríkjaþing í janúar. Í tilkynningu sinni sagði Dorsey að nú væri loks kominn tími til að hann hyrfi á braut. Hann verður áfram forstjóri greiðslufyrirtækisins Square sem hann stofnaði árið 2008.
Twitter Samfélagsleg ábyrgð Bandaríkin Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent