Nígería

Fréttamynd

Gætu tekið for­seta Níger af lífi

Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian.

Erlent
Fréttamynd

Vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips

Lögregluþjónar í Brasilíu björguðu nýverið fjórum mönnum frá Nígeríu sem vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips. Þeir kláruðu matarbirgðir sínar og vatn á tíunda degi en héldu lífi með því að drekka sjó.

Erlent
Fréttamynd

Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum

Þúsundir stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar sem framdi valdarán í vestur-Afríkuríkinu Níger í síðustu viku þustu út á götur höfuðborgarinnar Niamey og fögnuðu hinni nýju stjórn. Önnur vestur-Afríkuríki undirbúa inngrip með hernaðaraðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Tinubu verður forseti Nígeríu

Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC í Nígeríu, verður næsti forseti Nígeríu. Niðurstöður kosninganna voru staðfestar í nótt en alls voru átján manns í framboði. 

Erlent
Fréttamynd

Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku for­seta­kosningunum

Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Fram­kvæmda­stjóri OPEC látinn

Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti 50 látnir eftir skot­á­rás á kaþólska kirkju

Óttast er að meira en 50 séu látnir eftir skotárás byssumanna á kaþólska kirkju í Suðvestur-Nígeríu á hvítasunnudag. Árásarmennirnir komu keyrandi á mótórhjólum og hófu skothríð á kirkjugesti sem höfðu safnast saman á hvítasunnudag í St. Francis Catholic Church, segir í umfjöllun AP í Nígeríu um málið.

Erlent
Fréttamynd

Leyfir Twitter á ný

Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

140 skólabörnum rænt í Nígeríu

Þungvopnaðir menn brutust inn í skóla í borginni Kaduna í Nígeríu í dag og námu á brott 140 börn. Atvikið er það fjórða sinnar tegundar í Kaduna síðan í desember í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Skólabörnum rænt í Tegina í Nígeríu

Vígamenn í Nígeríu rændu í gær fjölmörgum skólabörnum í bænum Tegina. Enn er óljóst hversu mörg börn er um að ræða. Kennari við skólann segir í samtali við breska ríkisútvarpið að þau hafi verið 150 en aðrir miðlar tala um rúmlega 200.

Erlent
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.