Nígería

Nígerskur trúleysingi fangelsaður í 24 ár fyrir guðlast
Nígerskur trúleysingi og mikill gagnrýnandi trúarbragða hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir guðlast. Maðurinn játaði sekt sína fyrir dómi í Kano í norðurhluta landsins.

Lögreglan beitti táragasi á reiða stuðningsmenn Nígeríu sem réðust inn á völlinn
Stuðningsmenn nígeríska fótboltalandsliðsins tóku því heldur illa þegar þeirra mönnum mistókst að komast á HM í fyrsta sinn síðan 2006.

Leyfir Twitter á ný
Forseti Nígeríu hefur nú tekið ákvörðun um að leyfa notkun samfélagsmiðilsins Twitter aftur. Bannið hafði varað í sjö mánuði eða síðan í júní á síðasta ári.

Tvö hundruð óbreyttir borgarar myrtir í Nígeríu
Að minnsta kosti tvö hundruð almennir borgarar hafa verið myrtir af glæpagengjum í Nígeríu í vikunni. Árásir glæpagengjanna eru sagðar vera í hefndarskyni.

Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt
Rétt um 200 milljónir barna búa á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum.

Shell greiðir milljarða vegna olíuleka í Nígeríu fyrir hálfri öld
Olíurisinn Shell hefur loks fallist á að greiða nígerískum þjóðflokki meira en fjórtán milljarða króna í bætur vegna meiriháttar olíuleka í Biafra-stríðinu á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar með lýkur áralöngum málaferlum vegna lekans.

140 skólabörnum rænt í Nígeríu
Þungvopnaðir menn brutust inn í skóla í borginni Kaduna í Nígeríu í dag og námu á brott 140 börn. Atvikið er það fjórða sinnar tegundar í Kaduna síðan í desember í fyrra.

Segja leiðtoga Boko Haram hafa framið sjálfsvíg
Fullyrt er að leiðtogi hryðjuverkasamtakanna illræmdu Boko Haram í Nígeríu sé látinn.

Skólabörnum rænt í Tegina í Nígeríu
Vígamenn í Nígeríu rændu í gær fjölmörgum skólabörnum í bænum Tegina. Enn er óljóst hversu mörg börn er um að ræða. Kennari við skólann segir í samtali við breska ríkisútvarpið að þau hafi verið 150 en aðrir miðlar tala um rúmlega 200.

Leiðtogi Boko Haram sagður dáinn eða alvarlega særður eftir átök við ISIS-liða
Abu Bakr Shekau, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Harem, dó eða særðist alvarlega, í átökum við vígamenn Íslamska ríkisins á Afríku (ISWAP) í norðausturhluta Nígeríu í gær. Eftir átök meðlima hryðjuverkasamtakanna var Shekau umkringdur í Sambisa skógi.

Tvöhundruð sjötíu og níu stúlkum bjargað úr haldi mannræningja
279 stúlkum hefur verið bjargað úr haldi glæpamanna í norðurhluta Nígeríu. Þeim var rænt úr skóla í bænum Jangebe í síðustu viku. Ráðamenn segja að þær upplýsingar um að 317 hafi verið rænt hafi verið rangar. Stúlkurnar hafi verið 279.

Hundruðum skólastúlkna rænt í Nígeríu
Vopnaðir menn hafa rænt nokkur hundruð skólastúlkum í norðvesturhluta Nígeríu. Það er önnur árás af þessu tagi en fyrir rétt rúmri viku síðan var fjölmörgum drengjum rænt úr heimavistarskóla á svæðinu.

Þurfa að velja milli sjúklinga vegna súrefnisskorts
Víða í Afríku og Suður-Ameríku glíma heilbrigðisstarfsmenn við súrefnisskort. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og læknar segja skortinn hafa verið fyrirsjáanlegan og að hann hafi leitt til óþarfa dauðsfalla.

Sjö látnir eftir að vél flughersins hrapaði
Flugvél nígeríska flughersins hrapaði skömmu eftir flugtak í morgun með þeim afleiðingum að allir sjö um borð létust. Talið er að vélarbilun hafi leitt til slyssins.

Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu
Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni.

Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“
Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi.

Berjast þarf fyrir hverju einasta barni í heiminum
117 milljónir barna í heiminum þurfa á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021. Flest þeirra búa í Jemen eða um tæplega 11 milljón börn.

Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal
Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal.

Björguðu tugum barna eftir byssubardaga
Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær.

Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram
Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna.