Sakaði mótherjana um að nota vúdú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:30 Malíbúinn Eric Sekou Chelle tók við nígeríska landsliðinu í janúar. Hann skaðaði mótherjana um að nota vúdú eftir að HM-draumurinn dó. EPA/JALAL MORCHIDI/Getty/Giles Clarke Nígeríumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar karlalandsliði þjóðarinnar mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum. HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum.
HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira