Ungverjaland

Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM
Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina.

Hljóp inn á völlinn með regnbogafána í þjóðsöng Ungverjalands
Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær.

Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög
Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins.

Íhuga að færa undanúrslitin sem og úrslitaleikinn sjálfan til Ungverjalands
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, íhugar nú þann möguleika á að færa báða undanúrslitaleiki EM sem og úrslitaleik keppninnar frá Englandi til Ungverjalands haldist sóttvarnarreglur í Englandi óbreyttar.

Vilja banna að börnum sé kennt um hinsegin fólk
Stjórnarflokkur Ungverjalands hefur lagt fram frumvarp sem myndi leggja bann við að börn séu frædd um hinsegin og transfólk. Mannréttindasamtök fordæma frumvarpið og segja það í ætt við sambærileg lög sem voru samþykkt í Rússlandi fyrir nokkrum árum.

Ólympíumeistari lést af völdum veirunnar
Ungverska skotfimikonan Diána Igaly lést í gær, 56 ára að aldri, eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Fidesz segir skilið við EPP á Evrópuþinginu
Evrópuþingmenn ungverska stjórnarflokksins Fidesz hafa ákveðið að segja skilið við þinghóp kristilegra demókrata (EPP) á Evrópuþinginu.

László Czenek fallinn frá eftir baráttu við Covid-19
László Czenek, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, andaðist þann 21. febrúar síðastliðinn í heimalandi sínu Ungverjalandi eftir baráttu við Covid-19.

Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu
Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla.

Bíða ekki eftir ESB og samþykkja bóluefni AstraZeneca og Sputnik V
Lyfjastofnun Ungverjalands hefur veitt bóluefni AstraZenica og rússneska bóluefninu Sputnik V bráðabirgðaleyfi í landinu.

Elsti Ólympíumeistarinn hundrað ára
Ágnes Keleti, elsti lifandi gullverðlaunahafinn á Ólympíuleikunum, fagnaði hundrað ára afmæli sínu á laugardaginn.

Ungverskir stjórnarandstöðuflokkar snúa bökum saman
Stjórnarandstöðuflokkarnir í Ungverjalandi hafa ákveðið að snúa bökum í baráttunni gegn forsætisráðherranum Viktor Orbán og Fidesz-flokki hans. Þingkosningar fara fram í landinu árið 2022.

Samkynja pörum í Ungverjalandi bannað að ættleiða
Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna.

Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög
József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag.

Enn deilt um fjárlög og aðgerðapakka Evrópusambandsins
Ungverjar og Pólverjar standa enn í vegi fyrir að fjárlagaáætlun og margmilljarða evra aðgerðapakki Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins verði samþykktur. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segðst búast við sátt á endanum.

Ungverjar og Pólverjar gætu stöðvað fjárlög ESB
Ráðamenn í Ungverjalandi og Póllandi hóta því að beita neitunarvaldi til að stöðva fjárlagaáætlun Evrópusambandsins og aðgerðaáætlun gegn kórónuveirufaraldrinum ef virðing fyrir réttarríkinu verður gert að skilyrði fyrir fjárveitingum.

Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra
Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila.

1 dagur í Ungverjaleik: Þegar Ungverjar áttu besta landslið heims
Ungverjar áttu besta landslið heims á fyrri hluta 6. áratugar síðustu aldar en töpuðu eina leiknum sem þeir máttu ekki tapa.

Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi
Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM.

Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros
Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi.