
Bretland

Johnson og Von Der Leyen funda vegna Brexit-pattstöðu
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót.

Sprengingin fleygði mönnum allt að 150 metra
Fjórir létu lífið þegar sprenging varð í tanki í vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi í gær. Þrír starfsmenn stöðvarinnar og einn verktaki dóu og einn mun hafa slasast en er ekki í lífshættu.

Líkur á að fríverslunarsamningur náist hverfandi
Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum.

Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands
Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar.

Mikil sprenging nærri Bristol sögð mannskæð
Slökkvilið, lögregla og aðrir eru með mikinn viðbúnað eftir stóra sprengingu í bænum Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi. Sprengingin varð í efnatanki við vatnshreinsistöð.

Áhorfendur fá ekki að klæða sig upp á HM í pílu í ár
Áhorfendur á HM í pílu í ár fá ekki að klæða sig upp eins og venja er ár hvert. HM í pílu er þekkt fyrir skrautlega áhorfendur enda mætir hver einn og einasti í búning, oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig.

Mad Max-leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn
Breski leikarinn Hugh Keays-Byrne er látinn, 73 ára að aldri. Keays-Byrne var helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk illmennisins Toecutter í fyrstu Mad Max myndinni frá 1979 þar sem Mel Gibson fór með aðalhlutverk.

Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar
Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa.

Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta
Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku.

MAST gefur út upplýsingar vegna yfirvofandi „harðs“ Brexit
Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar um atriði sem íslensk matvælafyrirtæki verða að hafa í huga ef ekki nást samningar milli Evrópusambandsins og Bretlands áður en aðlögunartímabilinu vegna Brexit lýkur 31. desember nk.

Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða
Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref.

Lewis Hamilton með COVID-19 og missir af næsta kappakstri
Nýkrýndur heimsmeistari í formúlu eitt verður fjarri góðu gamni í Barein kappakstrinum um næstu helgi.

Stærsta „Covid-þrotið“ til þessa skekur Bretland
Breska eignarhaldsfélagið Arcadia Group, sem rekur m.a. fataverslanirnar Topshop, Topman og Miss Selfridge, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja þrotið hið stærsta í bresku efnahagslífi af völdum kórónuveirufaraldursins til þessa.

Vilja setja umhverfismorð á sama stall og þjóðarmorð
Hópur alþjóðalögfræðinga berst nú fyrir því að sérstök lög um umhverfismorð verði tekin upp á alþjóðavísu til þess að koma í veg fyrir frekari spjöll á vistkerfum heimsins.

Sögð ætla að nýta áhrifavalda í herferð fyrir bóluefni
Bresk heilbrigðisyfirvöld ætla að semja við stórstjörnur og áhrifavalda með stærri fylgjendahópa í því skyni að hvetja fólk til þess að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Samkvæmt heimildum The Guardian verður einblínt á fólk sem nýtur trausts meðal almennings.

Þýðingarmikil vika fyrir viðræðurnar
Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins munu halda viðræðum sínum áfram í vikunni í von um að ná samningi. Bretar verða ekki aðilar að innri markaði Evrópusambandsins eftir áramót, en þeir yfirgáfu sambandið formlega þann 31. janúar síðastliðinn.

Bíræfnir þjófar stálu jólunum
Bíræfnir þjófar tóku sig nýverið til og stálu um 300 jólatrjám frá fjölskyldufyrirtæki í London Bretlandi. Það var gert kvöldið áður en bræðurnir sem eiga fyrirtækið ætluðu að opna það aftur í fyrsta sinn í marga mánuði. Þeir segja um mikið áfall að ræða.

Takmarkanir nauðsynlegar svo sjúkrahúsin ráði við faraldurinn
Breski ráðherrann Michael Gove hefur varað við því að án áframhaldandi takmarkana gæti álagið á sjúkrahús landsins orðið þeim ofviða. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 2. desember, en hertar svæðisbundnar aðgerðir taka þá gildi sem hugnast ekki öllum þingmönnum Íhaldsflokksins.

Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands
Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn.

Eldur kom upp í flutningaskipi milli Færeyja og Íslands
Varðskipið Þór var sent til móts við flutningaskip eftir að eldur kom upp á áttunda tímanum í kvöld. Skipið var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar og var miðja vegu milli Færeyja og Íslands.

Samdráttur ekki meiri í 300 ár: Segir efnahagslegt neyðarástand Bretlands rétt að hefjast
Fjármálaráðherra Bretlands ræddi ríkisreksturinn á þingi í dag og sagði hann meðal annars að efnahagslegt neyðarástand Bretlands væri rétt að hefjast.

Meghan Markle missti fóstur í júlí
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum.

Slaka á sóttvörnum yfir blájólin með „jólakúlum“
Yfirvöld í Bretlandi hafa tilkynnt að slakað verður á samkomutakmörkunum og sóttvarnarráðstöfunum yfir blájólin þar í landi. Ferðatakmörkunum verður aflétt og meðlimir allt að þriggja heimila mega koma saman.

Bretar skipa nýjan sendiherra á Íslandi
Bryony Mathew hefur verið skipuð nýr sendiherra Bretlands á Íslandi. Hún mun taka við stöðunni af Michael Nevin sem mun hverfa til annarra starfa innan bresku utanríkisþjónustunnar.

Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður.

Orð ársins of mörg til að velja eitt
Forsvarsmenn Oxford-orðabókarinnar sjá sér ekki fært að velja eitt ákveðið orð sem orð ársins líkt og venja er. Þess í stað hafa mörg orð orðið fyrir valinu á þessu fordæmalausa ári.

Áhorfendur leyfðir í Bretlandi frá og með næstu viku
Forsætisráðherra Bretlands tilkynnti í dag að áhorfendur verða leyfðir í ensku úrvalsdeildinni frá og með 2. desember. Það verður þó langt frá því að vera uppselt.

Lewis Hamilton verður Sir Lewis Hamilton
Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Lewis Hamilton, verður sæmdur riddaratign.

Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn
Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella.

Boðar lok sóttvarnaaðgerða á landvísu í byrjun desember
Sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins þar sem fólk hefur verið hvatt til halda sig heima á öllu Englandi verður aflétt samkvæmt áætlun 2. desember.