Viðskipti erlent

Harry prins til BetterUp

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Harry og Meghan í Lundúnum.
Harry og Meghan í Lundúnum. Getty/Chris Jackson

Harry Bretaprins hefur verið ráðinn í stjórnandastöðu hjá bandaríska sprotafyrirtækinu BetterUp, sem metið er á um milljarð bandaríkjadala.

Þetta er fyrsta starf prinsins frá því hann og Meghan Markle, eiginkona hans, sögðu sig frá opinberum skyldum bresku konungsfjölskyldunnar í fyrra.

BetterUp var stofnað árið 2013 og býður fyrirtækið bæði öðrum fyrirtækjum og einstaklingum upp á þjálfun og sérfræðiráðgjöf til að auka afköst sín og andlega heilsu.

„Fjárhagsörðugleikar og samfélagslegar byrðar koma oft í veg fyrir að fólk hugsi um andlega heilsu sína fyrr en það er orðið of seint. Ég vil að við hættum að bíða þangað til á síðustu stundu með að biðja um hjálp,“ sagði Harry prins við Wall Street Journal um ráðninguna.

Harry og Meghan hafa einnig skrifað undir milljóna dala samninga við streymisveiturnar Spotify og Netflix frá því þau sögðu sig frá opinberum skyldum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×