Japan

Fréttamynd

Fyrst til að fá lungnaígræðslu úr lifandi líf­­færa­gjafa

Japönsk kona varð í dag sú fyrsta til þess að fá lungnaígræðslu frá líffæragjafa sem er á lífi. Konan hafði orðið fyrir því að líffæri hennar biluðu í kjölfar þess að hún smitaðist af kórónuveirunni og fékk hún hluta úr lungum sonar síns og eiginmanns.

Erlent
Fréttamynd

Enn skjóta Norðurkóreumenn eldflaugum

Bandarísk og japönsk stjórnvöld segja að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafi skotið tveimur skotflaugum í Japanshaf þrátt fyrir að henni sé bannað að gera slíkar tilraunir. Þetta er í fyrsta skipti sem Norður-Kórea gerir eldflaugatilraun af þessu tagi eftir að Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja

Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Engir utanaðkomandi áhorfendur á Ólympíuleikunum

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tokyo í sumar segja að engir utanaðkomandi áhorfendur verði leyfðir. Þetta er gert til að reyna að tryggja öryggi þátttakenda og íbúa Japan gegn kórónuveirunni.

Sport
Fréttamynd

Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag

Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu og leitaði skjóls í fjöldahjálparstöð í skólabyggingu innar í dalnum.

Skoðun
Fréttamynd

Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar

Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.