Japan

Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar
Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans.

Elsta manneskja í heimi látin
Japönsk kona sem ber titilinn elsta manneskja í heimi samkvæmt skráðum gögnum er látin 119 ára gömul.

Tíu látnir og sextán er saknað eftir að bátur sökk við strendur Japans
Staðfest er að tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur fórst við japönsku eyjuna Hokkaido í gær. Sextán er enn saknað.

Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar
Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum.

Skjálfti af stærðinni 7,3 og flóðbylgjuviðvörun gefin út
Skjálfti af stærðinni 7,3 varð við strönd Japans í dag og hefur flóðbylgjuviðvörun verið gefin út vegna skjálftans.

Rússar verði háðir Kínverjum eftir nýjustu efnahagsþvinganir
Evrópusambandið ætlar að meina Rússum aðgang að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem myndi gera þá algerlega háða Kínverjum eða Indverjum þegar efnahagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunaraðgerða gegn Rússlandi í gær.

Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar
Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil.

Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017
Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði.

Ungmenni með krabbamein kæra eigendur kjarnorkuversins í Fukushima
Sex japönsk ungmenni hafa kært eignarhaldsfélag kjarnorkuversins í Fukushima eftir að þau greindust öll með skjaldkirtilskrabbamein í kjölfar kjarnorkuslyssins árið 2011.

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða
Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun.

Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína
Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna.

Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála
Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína.

Elsta manneskja heims fagnar 119 ára afmælinu
Kane Tanaka fagnaði afmæli sínu á elliheimili í Japan í gær en hún er elsta manneskja heims, 119 ára að aldri. Tanaka segis staðráðin í að bæta metið á næsta ári.

Tíu dýrustu borgir heims
Fasteignasalinn Páll Pálsson spáir mikið í fasteignaverði. Hann hefur nú tekið saman lista yfir dýrustu borgirnar í heiminum í dag.

Takmarka skammtastærðina til að bregðast við kartöfluskorti
Neytendur í Japan munu aðeins geta keypt lítinn skammt af frönskum kartöflum á McDonald's í næstu viku vegna kartöfluskorts. Skortinn má meðal annars rekja til flóða í Kanada og áhrifa kórónuveirufaraldursins á aðfangakeðju heimsins.

Þrír dauðadæmdir fangar teknir af lífi í Japan
Þrír dauðadæmdir fangar hafa verið teknir af lífi í Japan og er um að ræða fyrstu aftökurnar í landinu frá í desember 2019. Japan er í hópi fárra iðnríka, auk Bandaríkjunum, þar sem enn er notast við dauðarefsingar.

27 látnir og lögreglu grunar íkveikju
Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði.

Auddi og Gillz talsettir á japönsku og þýsku
Kvikmyndin Leynilöggan hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi og hafa rétt tæplega 40 þúsund séð myndina í kvikmyndahúsum.

Japanskur auðjöfur í skemmtiferð til geimstöðvarinnar
Japanski auðjöfurinn Yusaku Meazawa leggur af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í vikunni. Honum verður skotið út í geim á Soyuz-eldflaug frá Baikonur í Kasakstan og verður hann um borð í geimstöðinni í tólf daga.