Landspítalinn

Fréttamynd

Segir starfs­menn hugsa sér til hreyfings eftir fund um út­boð

Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stunga að nýju bíla­stæða- og tækni­húsi nýs Land­spítala

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu.

Innlent
Fréttamynd

And­lát vegna Co­vid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið

Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins

Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn af hættustigi

Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala hafa ákveðið að færa viðbúnaðarstig spítalans vegna Covid-19 af hættustigi á óvissustig.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­verk leik­skólans er að tryggja börnum gæða­menntun

Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar setja frambjóðendur ýmissa flokka fram hugmyndir sem snúa sérstaklega að leikskólastiginu, oft að því er virðist án þess að hafa nægjanlega þekkingu á þessum málaflokki. Meðal annars heyrist að brúa verði bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka inn yngri og yngri börn.

Skoðun
Fréttamynd

Arna Dögg nýr yfir­læknir líknar­lækninga

Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi.

Innlent
Fréttamynd

Lausnir fyrir bráða­mót­tökuna

Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.