Forseti Íslands

Fréttamynd

Danadrottning á Bessastöðum

Meðal gesta voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Siguður Líndal lagaprófessor og Arnaldur Indriðason rithöfundur.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar: Hugur Íslendinga hjá Norðmönnum

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun samúðarkveðjur til Haraldar Noregskonungs og norsku þjóðarinnar. Í kveðjunni lýsti forseti djúpri samúð allra Íslendinga vegna hinna skelfilegu atburða í Noregi. Hugur okkar væri hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hefðu og við vonuðum að þau hefðu styrk til að glíma við hina miklu sorg.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gengið að breyta launum hand­hafa

Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt listaverk á Bessastaði

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku í dag, föstudaginn 19. maí kl. 13:00, við umfangsmiklu listaverki sem grunnskólanemendur úr Álftanesskóla og frá Norður-Írlandi hafa sett upp norðan við heimreiðina að Bessastöðum.

Lífið
Fréttamynd

Forseti Íslands fundaði með fulltrúum Google

Fulltrúar alþjóðlega internetfyrirtækisins Google hafa áhuga á að nýjar starfsstöðvar fyrirtækisins verði knúnar með vistvænni orku. Þetta kom fram á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, hér á landi á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Forsetafrúnni líður ágætlega

Dorrit Moussaieff forsetafrú mun gangast undirlæknisrannsókn í dag. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá fékk Dorrit aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Forsetafrúin hneig niður

Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk aðsvif og hneig óvænt niður þegar hún heilsaði gestum við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gær. Ekki er vitað hvað olli aðsvifinu en Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í viðtali við Fréttablaðið að Dorrit hefði dregið sig í hlé frá athöfninni og ekki tekið þátt í henni frekar.

Innlent
Fréttamynd

Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu

Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra voru Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Hákon og Mette á Þingvöllum

Hákon krónprins Noregs og eiginkona hans, Mette Marit, eru nú á Þingvöllum en þau komu hingað til lands í opinbera heimsókn í gær.

Innlent