Tímabærar breytingar í frumvarpsdrögum um stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 20:30 Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi. Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Mikilvægar breytingar á embætti forseta Íslands eru lagðar til í frumvarpsdrögum um stjórnarskrána að mati prófessors í stjórnmálafræði. Viðameiri breytingar hafi þó verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun en þau byggja á sameiginlegri vinnu formanna allra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Samkvæmt drögunum er meðal annars gert ráð fyrir að forseti geti aðeins setið í tvö kjörtímabil, en kjörtímabilið verði lengt úr fjórum árum í sex. „Ísland er eina landið af níu Evrópuríkjum sem kjósa forseta sem er með 4 ára kjörtímabil. Öll hin eru með 5-7 ár og í flestum tilfellum eru þetta valdalitlir forsetar þannig að sennilega eru menn bara að færa sig að því sem að er hefðin annars staðar,“ segir Ólafur Þór Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sjálfur segist hann ekki endilega sammála því að forseti eigi að hámarki en þetta sé meginregla víða í Vestur-Evrópu, að takmörk séu fyrir því hversu lengi forseti geti setið í embætti. Hann segir ýmislegt áhugavert að finna í drögunum. „Ákvæði um þingrof eru skýrð. Það er alveg ljóst að forsetinn getur synjað tillögu forsætisráðherra um þingrof. Hann á að leita álits forseta Alþingis og formanna þingflokka áður en hann tekur ákvörðun,“ nefnir Ólafur sem dæmi. Þá þurfi frambjóðandi að afla meðmæla að minnsta kosti 2,5% kosningabærra Íslendinga en ekki 1.500 einstaklingar eins og nú er. Þá nefnir hann að ákvæði í drögunum um að hægt verði að breyta ákvæði um landsdóm með einföldum lögum. „Það hafa nú margir talið þörf á því,“ segir Ólafur. „Til viðbótar þessu þá getum við sagt að það koma inn skýrari ákvæði um hlutverk forseta við stjórnarmyndanir. Það breytir kannski ekki mjög miklu en það skýrir hans stöðu þar.“ Níutíu höfðu skilað inn umsögn í samráðsgátt þegar þetta er skrifað. Þeirra á meðal Samband ungra Framsóknarmanna sem vilja að kosningaaldur miði við fæðingarár en ekki átján ára afmælisdag. Á meðan sumir fjalla í umsögnum sínum um efni frumvarpsins lýsa aðrir óánægju og segja að enn sé verið að hunsa vilja þjóðarinnar með því að samþykkja ekki nýju stjórnarskrána svokölluðu. „Þetta eru mikilvægar breytingar að því leyti að þetta skýrir stöðu forsetans og þetta er sá kafli stjórnarskrárinnar sem hefur hvað lengst beðið endurskoðunar. En efnislega breytir þetta nú kannski ekki mjög miklu og margar aðrar breytingar, fyrri breytingar, til dæmis um mannréttindin, til dæmis um að gera þingið að einni deild, til dæmis um kjördæmabreytingar, þær hafi kannski verið mikilvægari en þessi,“ segir Ólafur. Þá séu fleiri breytingar til skoðunar hjá stjórnarskrárnefnd. „Væntanlega koma tillögur um meiri breytingar á öðrum sviðum, til dæmis um auðlindaákvæðið frá þeim, eða er komið,“ nefnir hann sem dæmi.
Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira