Ferðalög

45 töskur urðu eftir á flugvellinum á Tenerife
45 töskur voru skildar á TFS flugvellinum á Tenerife þegar vél á vegum Niceair hélt til Akureyrar síðastliðinn miðvikudag.

Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði
Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið.

„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“
„Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur? Hvers vegna Grindavík“ segir Hilmar Steinar Sigurðsson þegar hann rifjar upp þá ákvörðun hans og þriggja félaga um að kaupa þúsund fermetra netagerðarhús við höfnina í Grindavík árið 2018. Í húsinu hafði líka verið rekið lítið kaffihús við góðan orðstír, Bryggjan.

„Sáum okkur leik á borði“
Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða.

Humarsúpa Bryggjunnar á lista Condé Nast yfir bestu máltíðirnar
Bryggjan Grindavík er á nýjum lista sem birtur hefur verið á síðu Condé Nast Traveler. Ritstjórar síðunnar tóku saman bestu máltíðirnar sem þau höfðu fengið á árinu og humarsúpan frá Bryggjunni komst þar á lista.

Meiri gjaldeyrisöflun dugði ekki til að mæta aukinni eyðslu Íslendinga
Þrjár helstu stoðir íslensks efnahagslífs, ferðaþjónustan, áliðnaðurinn og sjávarútvegurinn, skiluðu allar mun meiri gjaldeyrisstekjum í fyrra miðað við árið á undan. Þrátt fyrir það var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd óhagstæður.

Nú er hægt að nálgast vegabréfsupplýsingar rafrænt
Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna.

Óvænt uppgötvun á hótelherbergi í Reykjavík
Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag.

Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll.

Gangast við miklum fjölda smita en ekki fjölda dauðsfalla
Nærri 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína hafa greinst með Covid-19, að sögn yfirmanns heilbrigðismála. Þetta þýðir að um 88,5 milljónir manna í héraðinu hafi veikst.

Fundu eftirspurn eftir fimm stjörnu lúxus
Fimm stjörnu lúxushótel rís nú á Þengilhöfða við Eyjafjörð. Hugmyndin kviknaði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga fyrir um áratug.

Ætla ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafa borist
Einungis ófullnægjandi gögn hafa borist ríkislögreglustjóra frá lögreglunni í dóminíska lýðveldinu í máli Hrafnhildar Lilju sem myrt var fyrir fjórtán árum. Þetta segir yfirlögregluþjónn sem ætlar ekki að láta kyrrt liggja fyrr en fullnægjandi svör hafi borist.

Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína
Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni.

Norðmenn furða sig á Tenerife-æði Íslendinga
Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið?

Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin
Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra.

Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“
Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna.

Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi
Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands.

Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“
Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar.

Netverjar missa sig yfir norðurljósadýrð: „Þetta er óraunverulegt“
„Ég leit út um gluggann og ég bara tapaði mér algjörlega. Þetta er held ég sturlaðasta norðurljósasýning sem ég hef séð,“ segir hin bandaríska Kyana Sue Powers í samtali við Vísi en á dögunum birti hún myndskeið af norðurljósadýrð í háloftunum sem vakið hefur gífurlega hrifningu netverja.