Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Frá því Ásmundur Einar Daðason sagði skilið við stjórnmálin hefur hann ferðast tvisvar til Mongólíu til að kynna sér dreifbýl hirðingjasamfélög landsins og funda með heimamönnum. Í seinna skiptið eldaði hann íslenska kjötsúpu með mongólskum hráefnum og rann hún víst ljúft niður. Matur 20.11.2025 11:54
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18.11.2025 23:15
WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní. Viðskipti 18.11.2025 18:46
Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Innlent 17. október 2025 15:00
Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Garpur fór með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni upp á Ketillaugarfjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er fjölskylduvænt og litríkt en á leiðinni upp rákust þeir á hreindýrahjörð. Lífið 16. október 2025 14:32
Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Íslensk kona sem hefur ferðast til nær allra landa heims segist þó nokkru sinnum hafa orðið fyrir áreiti fyrir það að vera einsömul kona á faraldsfæti. Hún hvetur þó konur til að láta ekkert stöðva sig og upplifa heiminn. Hún vinnur í um þrjá mánuði á ári og ferðast restina og hyggst klára að heimsækja síðustu ríki heims sem hún hefur ekki heimsótt þegar á næstu mánuðum. Innlent 14. október 2025 21:04
Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eftir að hafa varið fúlgum fjár í nýja flugmiða til Tenerife eftir gjaldþrot Play eru parið Sóley Edda Karlsdóttir og Arnór Gauti Brynjólfsson komin heim úr góðu fríi á eyjunni vinsælu. Gjaldþrot flugfélagsins var ekki það eina sem setti strik í reikninginn, en á heimleiðinni varð röð atvika til þess að þau munu hugsa sig um tvisvar áður en næsta ferðalag verður bókað. Innlent 13. október 2025 22:16
„Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson er á ferðalagi með systkinum sínum og fjölskyldu um Kína. Á Leirhermannasafninu í Xi'an leigðu þeir bræður sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum sem ýttu þeim um safnsvæðið. Ferðalög 13. október 2025 16:51
Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Hjón í Svarfaðardal segja farir sínar ekki sléttar eftir ferðalagið heim úr sólinni á Spáni. Eftir níu klukkustunda bið á flugvellinum á Tenerife sáu Norðanmenn rúmið í hyllingum þegar flugstjórinn tilkynnti um breytingar. Lent yrði á Keflavíkurflugvelli en boðið upp á rútuferðir norður. Innlent 13. október 2025 15:47
Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa „Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir. Ferðalög 7. október 2025 20:00
Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn ákvað strax að svara kalli stjórnvalda um björgunarfargjöld fyrir farþega í vanda eftir fall Play. Frá því að staðan kom upp hefur ferðaskrifstofan aðstoðað fjölda farþega en bæta nú við enn fleiri sætum. Lífið samstarf 3. október 2025 14:09
Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Innlent 30. september 2025 21:31
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 30. september 2025 17:35
Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Ferðaþjónusta bænda hf. einnig þekkt undir vörumerkjunum Bændaferðir og Hey Iceland, hefur nýverið fest kaup á öllu hlutafé Súlu Travel sem sérhæfir sig í skemmtiferðasiglingum á vegum Norwegian Cruise Line (NCL). Norwegian Cruise Line siglir um allan heim. Viðskipti innlent 30. september 2025 15:20
Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Forsvarsmenn Icelandair eiga í samtali við stjórnvöld um mögulega aðkomu félagsins að því að bjarga strandaglópum sem sitja fastir erlendis vegna gjaldþrots Play. Forstjóri Icelandair segir samtalið á frumstigi, engar ákvarðanir hafi verið teknar. Viðskipti innlent 29. september 2025 13:22
„Hver fyrir sig hvað það varðar“ Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir gjaldþrot félagsins miklar sorgarfréttir fyrir starfsfólk félagsins. Margir muni tapa á gjaldþrotinu, hluthafar, kröfuhafar, birgjar og viðskiptavinir. Þá verði það til þess að Íslendingar tapi til lengri tíma vegna hærra verðs flugfara og minna framboðs. Félagið sé illu heilli ekki í neinni stöðu til að aðstoða strandaglópa erlendis. Viðskipti innlent 29. september 2025 10:49
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. Viðskipti innlent 29. september 2025 09:37
Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Ferskt fjallaloft og snæviþaktar brekkur leggja grunninn að vel heppnuðu vetrarfríi. Bændaferðir bjóða í ár upp á úrval fyrsta flokks skíðaferða til Evrópu þar sem bæði gönguskíðafólk og svigskíðagarpar finna sitt uppáhald. Lífið samstarf 24. september 2025 08:47
TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu „Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff,“ segir hin 26 ára gamla athafnakona Sofia Elsie Nielsen sem var að koma heim úr ógleymanlegri vinnuferð til Suður-Kóreu. Hún segir Seoul orðna sína eftirlætis borg og fékk endalausar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera í gegnum TikTok. Ferðalög 24. september 2025 07:01
Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður upp á fjölmargar spennandi og skemmtilegar ferðir í vetur fyrir þá landsmenn sem vilja sól á kroppinn, lenda í ævintýrum eða kynnast framandi menningu. Lífið samstarf 18. september 2025 14:27
Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og kærasta hans, Eva Margrét Ásmundsdóttir fasteignasali, eru á rómantísku ferðalagi um Suður- og Mið-Ítalíu. Eva birti ævintýralegar myndir úr ferðinni á Instagram-síðu sinni. Lífið 18. september 2025 09:13
Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Viðskipti innlent 15. september 2025 13:11
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 15. september 2025 07:02
Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum „Ég held að það séu ekkert allir sem átta sig á því að það þarf ekki að vera rándýrt að ferðast, þetta snýst allt um skipulag og rétta forgangsröðun,” segir Ingibjörg Halla Ólafsdóttir 24 ára grunnskólakennari en hún er með gífurlega ástríðu fyrir ferðalögum og hefur í dag heimsótt þrjátíu lönd. Lífið 14. september 2025 11:02