Fréttir

Fréttamynd

Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni

Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum.

Innlent
Fréttamynd

Vaxandi óánægja starfsfólks

"Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki að höfða skaðabótamál

Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flórídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af.

Erlent
Fréttamynd

Skjóta 7.000 máva ár hvert

"Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni

Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Bruni hjá Kaffitári

Það kviknaði í útfrá brennsluofni í kaffibrennslu Kaffitárs í Njarðvík á níunda tímanum í gærmorgun. Slökkvilið var látið vita og mætti þegar á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem borist hafði í loftstokk en reykræsta þurfti húsið að slökkvistarfi loknu. Einhverjar skemmdir urðu á brennsluofninum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei kynnst neinu þessu líku

Alabama er einn þeirra staða þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna Katrínar. Íslendingur sem þar er staddur segist aldrei hafa kynnst neinu í líkingu við rigninguna í gærkvöldi þó að hann sé staddur vel inni í landi.

Erlent
Fréttamynd

Væntingavísitala ekki hærri í 2 ár

Væntingavísitala Gallup var birt í morgun og hefur ekki mælst hærri frá því í maí árið 2003. Í <em>Morgunkorni</em> Íslandsbanka kemur fram að neytendur telja stöðu efnahagsmála betri nú en áður og horfur vænlegri. Mat neytenda á atvinnuástandinu hækkaði mest en atvinnuleysi mælist nú um 2% og kaupmáttur er vaxandi. Þrátt fyrir þetta telja lítillega fleiri að efnahagsástandið verði verra eftir hálft ár en að það verði betra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í verksmiðju Kaffitárs

Eldur kom upp í verksmiðju Kaffitárs í Keflavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja kviknaði eldurinn í mölunarofni í verksmiðjunni og komst hann í loftræstistokk hjá ofninum. Stutta stund tók að slökkva eldinn. Mikill reykur var á staðnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Skemmdir urðu á ofninum og reykstokknum en óverulegt tjón varð á öðrum hlutum verksmiðjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupir sex íbúðir á sjö milljónir

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt tillögu húsnæðisnefndar bæjarins um að selja Arndísi Hjartardóttur sex íbúðir í eigu bæjarins í fjölbýlishúsi fyrir sjö milljónir króna. <em>Bæjarins besta</em> segir frá þessu á vef sínum. Húsið var byggt árið 1979 og eru íbúðirnar á bilinu 54 til 65 fermetrar að stærð. Fasteignamatið er 2 til 2,5 milljónir króna og brunabótamatið 7,3 til 8,6 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Auglýst eftir flaggara

Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir nú á vefsíðu sinni eftir áhugasömum manni til að sjá um að flagga í fánastöngum á Bíldudal og Patreksfirði á þeim dögum og tímum sem við hæfa til flöggunar.

Innlent
Fréttamynd

Græða hálfan þriðja milljarð

Fjórtán lykilstjórnendur í KB banka hafa hagnast um 2,5 milljarða á hlutabréfaeign sinni í bankanum frá áramótum. Þar af hafa hlutabréf í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns hækkað samanlagt um 700 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýrasti fellibylur sögunnar

Talið er nær öruggt að tjónið vegna fellibylsins Katrínar sé það mesta sem orðið hefur af völdum óveðurs. Olíuverð var enn afar hátt í gær og skreið verðið á fatinu yfir sjötíu dali annan daginn í röð.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri koma á þjónustusamningum

"Lokamarkmið þessara verktaka er að ná í ódýrt, erlent vinnuafl," segir Finnbjörn Hermannson formaður Sambands iðnfélaga og segir töluvert af starfsmönnum vanta í byggingariðnað hér á landi. Hins vegar telji vinnumarkaðurinn sem Ísland er á um 400 milljónir starfsmanna á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óþreyjan vex

Risið á fólkinu sem leitaði skjóls á Louisiana Superdome leikvanginum undan Katrínu var orðið verulega lágt í gær.

Erlent
Fréttamynd

Prinsessan verður flengd

Sikhanyiso prinsessa í Svasílandi hefur komið sér í vandræði eftir að upp komst að hún hélt veislu með félögum sínum til þess að fagna því að stúlkur undir átján ára aldri mættu stunda kynlíf.

Erlent
Fréttamynd

Strákar játuðu innbrotafaraldur

Fjórir drengir á aldrinum 18 til 16 ára játuðu allir fjölda innbrota og þjófnaða á höfðuborgarsvæðinu og víðar sem framdir voru á þessu og síðasta ári. Sá fimmti, 18 ára gamall, sem ákærður er fyrir aðild að málum mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja

Til stympinga kom á milli lögreglu og fjölda mótmælenda við Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í dag, en þar fer fram ráðstefna helstu leiðtoga í alþjóðlegu viðskiptalífi á vegum viðskiptatímaritsins <em>Forbes</em>. Nokkur hundruð mótmælendur söfnuðust saman í Sydney og gengu að Óperuhúsinu þar sem þeir mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja í alþjóðavæðingu heimsins og stefnu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Íslandspósti seld skeytaþjónusta

Síminn og Íslandspóstur hafa gert með sér samning um kaup hins síðarnefnda á skeytaþjónustu Símans en hún hefur verið hluti af þjónustu Símans frá aðskilnaði fyrirtækjanna árið 1998. Í tilkynningu frá félögunum kemur fram að skeytaþjónustan hafi tekið breytingum á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Staðfesti varðhald vegna árásar

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem tvístakk annan mann í bakið á bílastæðinu við Geirsgötu á Menningarnótt. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, en árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælti ekki gæsluvarðhaldi

Sigurður Freyr Kristmundsson, sem játað hefur að hafa banað manni með hnífi að morgni 19. ágúst, mótmælti ekki úrskurði um frekara gæsluvarðhald yfir honum til 22. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Allmörg mál komið upp í átaki

Frá því að verkefninu Einn réttur - ekkert svindl var hleypt af stokkunum innan Alþýðusambands Íslands í vor hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn á vinnumarkaðnum. Allmörg mál hafa komið til kasta starfsmanna átaksins og miklum upplýsingum verið safnað um ástandið á vinnumarkaði, en meginmarkmið átaksins er að vinna gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi og verja kjör og réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Netanyahu vill leiða Likud

Benjamin Netanyahu, fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels, tilkynnti í dag að hann muni keppa við Ariel Sharon um leiðtogasætið í Likud-flokknum. Flokkurinn mun líklega velja sér formann fyrir lok ársins. Netanyahu verður fulltrúi harðlínumanna sem eru ósáttir við þá stefnu Sharons að rýma landnemabyggðir á Gaza og nokkrar á Vesturbakkanum til að reyna að ná sáttum við Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Elsta kona í heimi látin

Hollensk kona, sem samkvæmt Heimsmetabók Guinness var elst jarðarbúa, lést í morgun 115 ára að aldri. Hendrikje van Andel-Schipper, eða Hennie eins og hún var kölluð, hafði undanfarin ár búið á hjúkrunarheimili í bænum Hoogenveen en hún lést í svefni í nótt að sögn forstöðumanns hjúkrunaheimilisins.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að skjóta mávinn

Mávum hefur fjölgað verulega í höfuðborginni í sumar og hefur borgaryfirvöldum borist óvenjumikið af kvörtunum vegna þessa. Þetta kom fram í svari frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Gísla Marteins Baldurssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi umhverfisráðs borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

SF varar við ráðstefnupöntunum

Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað félagsmenn sína við ráðstefnupöntunum frá erlendum aðilum sem augljóslega eru að reyna að svíkja út peninga. Fólkið pantar gjarnan herbergi og fundaraðstöðu í 2-3 vikur, leggur áherslu á að greiða allt fyrirfram, sendir tékka eða kreditkortanúmer og óskar eftir að hluti greiðslunnar sé sendur aftur til baka sem umboðslaun eða framsendur til tiltekinna fyrirtækja.

Innlent