Innlent

Vaxandi óánægja starfsfólks

"Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. Hún segir enn fremur að álag hafi aukist vegna þess að sambýlin séu oft undirmönnð og því standi starfsmenn í ströngu við að sinna frumþörfum íbúanna. "Starfmannavelta er líka allt of miklil, maður er heppinn að halda starfsmanni í eitt ár," bætir Sæunn við og segir lágum launum um að kenna hvernig komið sé fyrir þessum málaflokki. Árni Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR, tekur undir það að launin séu of lág en segir enn fremur að starfsmenn eigi von á kjarabótum á næstu tveimur árum vegna kjarasamninga sem samþykktir voru í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×