Innlent

Allmörg mál komið upp í átaki

Frá því að verkefninu Einn réttur - ekkert svindl var hleypt af stokkunum innan Alþýðusambands Íslands í vor hefur komið í ljós að víða er pottur brotinn á vinnumarkaðnum. Allmörg mál hafa komið til kasta starfsmanna átaksins og miklum upplýsingum verið safnað um ástandið á vinnumarkaði, en meginmarkmið átaksins er að vinna gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi og verja kjör og réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Skráð hafa verið á sjötta tug mála og gríðarlega mikið verið hringt inn með ábendingar. Farið hefur verið á 42 vinnustaði í kjölfarið, meðal annars að frumkvæði starfsmanna og verkalýðsfélaga á viðkomandi stöðum, aðallega á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×