Innlent

Bruni hjá Kaffitári

Það kviknaði í útfrá brennsluofni í kaffibrennslu Kaffitárs í Njarðvík á níunda tímanum í gærmorgun. Slökkvilið var látið vita og mætti þegar á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem borist hafði í loftstokk en reykræsta þurfti húsið að slökkvistarfi loknu. Einhverjar skemmdir urðu á brennsluofninum. Að sögn Ástu Gunnarsdóttur fjármálastjóra Kaffitárs var framleiðslan komin í fullan gang síðar um daginn og ekki urðu neinar skemmdir á afurðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×