Innlent

SF varar við ráðstefnupöntunum

Samtök ferðaþjónustunnar hafa varað félagsmenn sína við ráðstefnupöntunum frá erlendum aðilum sem augljóslega eru að reyna að svíkja út peninga. Fólkið pantar gjarnan herbergi og fundaraðstöðu í 2-3 vikur, leggur áherslu á að greiða allt fyrirfram, sendir tékka eða kreditkortanúmer og óskar eftir að hluti greiðslunnar sé sendur aftur til baka sem umboðslaun eða framsendur til tiltekinna fyrirtækja. Ellefu gististaðir og eitt afþreyingarfyrirtæki hafa nú þegar tilkynnt slíkar tilraunir en enginn hefur enn látið blekkjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×