Innlent

Auglýst eftir flaggara

Bæjarstjórn Vesturbyggðar auglýsir nú á vefsíðu sinni eftir áhugasömum manni til að sjá um að flagga í fánastöngum á Bíldudal og Patreksfirði á þeim dögum og tímum sem við hæfa til flöggunar. Hingað til hafa bæjarstarfsmenn séð um að draga fána að húni og taka þá niður aftur en því getur fylgt nokkur kvöð þar sem oft þarf að vakna eldsnemma á frí- og hátíðardögum að sögn Elínborgar Benediktsdóttur bæjarstafsmanns sem hafði þetta verk með höndum í sumar. Að sögn Guðmundar Guðlaugssonar bæjarstjóra Vesturbyggðar hafa nokkrir haft samband vegna starfans en umsóknarfrestur rennur út 2. september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×