Fréttir Icepharma ekki eitt um innflutning Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. Innlent 14.10.2005 06:41 300 lík fundin á hamfarasvæðunum Þrjú hundruð lík hafa nú fundist á hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þangað hafa verið sendir tuttugu og fimm þúsund líkpokar. Þeir sem enn halda til í New Orleans eru nú þvingaðir á brott. Erlent 14.10.2005 06:41 Fagna opnun jarðgangnanna Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Innlent 14.10.2005 06:41 Um helmingur bankastjóra ráðherrar Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41 Ósáttur við skipun Davíðs Ágúst Einarsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands er ósáttur við skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra og segir stöðuna ekki fyrir stjórnmálamenn sem eru að setjast í helgan stein. Innlent 14.10.2005 06:41 Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. Innlent 14.10.2005 06:41 16 ára í haldi fram í október Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. október eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfsmanni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Innlent 14.10.2005 06:41 Starfsemin lagfærð að mestu Norska fjármálaeftirlitið segir að starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi hafi verið lagfærð að flestu leyti, eftir að eftirlitið gagnrýndi Kaupþing harðlega fyrir óreiðu í rekstri og fyrir skort á eiginfé. Áfram verður þó fylgst grannt með því að fyrirtækið uppfylli skilyrði fjármálaeftirlitsins ytra. Innlent 14.10.2005 06:41 Hugmyndasamkeppnin ótímabær Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. Innlent 14.10.2005 06:41 Töluverð spenna í Úkraínu Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar. Erlent 14.10.2005 06:41 Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafi Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter varð í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni eða mannskaða. Ekki er talið að hætta sé á flóðbylgju af völdum skjálftans samkvæmt Reuters-fréttastofunni en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi. Erlent 14.10.2005 06:41 Ráðning Davíðs til skammar Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra. Innlent 14.10.2005 06:41 Sífellt fleiri stinga af Æ fleiri ökumenn í Bandaríkjunum taka gremju sína yfir hærra bensínverði út á bensínstöðvaeigendum. Í New Hampshire hefur fjöldi þeirra ökumanna sem fyllir bílinn á sjálfsafgreiðslustöð og brennir svo í burtu án þess að borga aukist mikið og vita bensínsalar þar ekki sitt rjúkandi ráð. Erlent 14.10.2005 06:41 Kjarasamningum sagt upp? Miðstjórn Samiðnar telur forsendur kjarasamninga brostnar miðað við núverandi verðbólgu og ástand efnahagsmála. Formaður Samiðnar segir að nái endurskoðunarnefnd um forsendur kjarasamninga ekki viðunandi niðurstöðu, komi ekki annað til greina en að segja upp samningum. Innlent 14.10.2005 06:41 Guðfríður Lilja kjörin Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands og alþjóðlegur meistari kvenna í skák, var kjörin forseti Skáksambands Norðurlanda á nýafstöðnu þingi sambandsins sem fram fór í Vammala í Finnlandi. Guðfríður Lilja er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í 106 ára sögu sambandsins. Innlent 14.10.2005 06:41 Veltur á viðbrögðum Tymosjenkó Pólitísk framtíð Viktors Júsjenkós, forseta Úkraínu, veltur á því hvort Júlía Tymosjenkó sem hann rak í gær, snúist gegn honum eður ei. Júsjenkó rak Tymosjenkó, sem var forsætisráðherra, að sögn til að koma á friði innan ríkisstjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan stjórnarinnar. Erlent 14.10.2005 06:41 Tvær sprengjur á matsölustöðum Tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili á matsölustöðum Kentucky og McDonalds í borginni Karachi í Pakistan seint í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk á Kentucky og að minnsta kosti þrír veitingagesta slösuðust en enginn lífshættulega. Erlent 14.10.2005 06:41 Syntu frá Skrúði Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarðar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og lifði enginn sjómannanna af. Innlent 14.10.2005 06:41 Forskotið minnkar í Þýskalandi Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum. Erlent 14.10.2005 06:41 Pólitískir vinir Bush Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Erlent 14.10.2005 06:41 Réttargeðdeildin á Sogni yfirfull Nýjasta vistmanninum á Sogni í Ölfusi var fundinn staður í herbergi sem annars er notað fyrir heimsóknir, kennslu og viðtöl. Á deildinni er pláss fyrir sjö, en hann er áttundi sjúklingurinn. Ráðuneytið hefur til þessa ekki heimilað stækkun réttargeðdeildarinnar. Innlent 14.10.2005 06:41 21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Innlent 14.10.2005 06:41 Skortur er á sykursýkislyfi Skortur er á sykursýkislyfinu Glucophage á landinu. Innflytjandinn segir ástæðuna vera nýjar íslenskar pakkningar sem hafi þurft að fara sérstaklega yfir. Innlent 14.10.2005 06:41 Davíð stöðvaði breytingu laga Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41 Svifryk vandamál í Reykjavík Svifryk er vandamál í Reykjavík eins og í öðrum borgum Evrópu að því er fram kom á stórborgarráðstefnu Norðurlandanna um helgina. Síðasta vetur þurfti tvisvar að senda út viðvörun til öndunarfærasjúklinga vegna svifryksmengunar í Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:41 Ferðamaður í geimnum Tveir geimfarar, annar Rússi og hinn Bandaríkjamaður, búa sig nú undir geimskot og ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á sporbraut um jörðu. Þetta þættu tæpast tíðindi væri ekki Gregory nokkur Olsen um borð. Gregory er nefnilega ferðamaður sem greiddi rússnesku geimferðastofnuninni tuttugu milljónir dollara til að fá að fljóta með. Erlent 14.10.2005 06:41 Franskur ferðamaður fannst látinn Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41 Frumvarp um lax- og silungsveiði Landbúnaðarráðherra leggur fram á komandi haustþingi nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði. Markmið laganna er að kveða á um eignarhald veiðiréttar í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna í ferskvatni og verndun þeirra. Innlent 14.10.2005 06:41 Afleiðingar Katrínar æ ljósari Skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar verða sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Leit að líkamsleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum í New Orleans er hafin. Um 250 þúsund manns sem komust frá borginni, hafast nú við í skýlum víðs vegar um Bandaríkin. Erlent 14.10.2005 06:41 Getum hugað að nýjum tækifærum Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fagnar skilningi stjórnvalda á hlutverki nýsköpunar fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en næstu fjögur árin renna 2,5 milljarðar króna til sjóðsins af sölunandvirði Símans. Innlent 14.10.2005 06:41 « ‹ ›
Icepharma ekki eitt um innflutning Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. Innlent 14.10.2005 06:41
300 lík fundin á hamfarasvæðunum Þrjú hundruð lík hafa nú fundist á hamfarasvæðunum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þangað hafa verið sendir tuttugu og fimm þúsund líkpokar. Þeir sem enn halda til í New Orleans eru nú þvingaðir á brott. Erlent 14.10.2005 06:41
Fagna opnun jarðgangnanna Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Innlent 14.10.2005 06:41
Um helmingur bankastjóra ráðherrar Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41
Ósáttur við skipun Davíðs Ágúst Einarsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands er ósáttur við skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra og segir stöðuna ekki fyrir stjórnmálamenn sem eru að setjast í helgan stein. Innlent 14.10.2005 06:41
Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. Innlent 14.10.2005 06:41
16 ára í haldi fram í október Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær sextán ára pilt í gæsluvarðhald til 21. október eða þar til dómur fellur í máli hans. Pilturinn rændi ásamt fjórum öðrum tæplega tvítugum starfsmanni Bónuss á föstudaginn fyrir viku og daginn eftir voru þeir úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald. Hinum fjórum hefur verið sleppt. Innlent 14.10.2005 06:41
Starfsemin lagfærð að mestu Norska fjármálaeftirlitið segir að starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi hafi verið lagfærð að flestu leyti, eftir að eftirlitið gagnrýndi Kaupþing harðlega fyrir óreiðu í rekstri og fyrir skort á eiginfé. Áfram verður þó fylgst grannt með því að fyrirtækið uppfylli skilyrði fjármálaeftirlitsins ytra. Innlent 14.10.2005 06:41
Hugmyndasamkeppnin ótímabær Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. Innlent 14.10.2005 06:41
Töluverð spenna í Úkraínu Töluverð spenna er í Úkraínu eftir að Viktor Júsjenkó, forseti landsins, rak Júlíu Tímosjenko forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar. Júsjenkó hvatti í morgun þingið til að styðja nýjan forsætisráðherra og nýja stjórn en stjórnmálaskýrendur segja afleiðingar þessa geta orðið alvarlegar. Erlent 14.10.2005 06:41
Öflugur jarðskjálfti í Kyrrahafi Jarðskjálfti upp á 7,3 á Richter varð í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Engar fréttir hafa enn borist af tjóni eða mannskaða. Ekki er talið að hætta sé á flóðbylgju af völdum skjálftans samkvæmt Reuters-fréttastofunni en Papúa Nýja-Gínea er staðsett á eyju í Kyrrahafi. Erlent 14.10.2005 06:41
Ráðning Davíðs til skammar Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir vinnubrögð við ráðningu Davíðs Oddssonar í Seðlabankann til háborinnar skammar og sýna að ráðamenn hafi ekkert lært í þessum efnum. Alþingi hefur í þrígang fellt frumvörp þess efnis að auglýsa beri stöðu seðlabankastjóra. Innlent 14.10.2005 06:41
Sífellt fleiri stinga af Æ fleiri ökumenn í Bandaríkjunum taka gremju sína yfir hærra bensínverði út á bensínstöðvaeigendum. Í New Hampshire hefur fjöldi þeirra ökumanna sem fyllir bílinn á sjálfsafgreiðslustöð og brennir svo í burtu án þess að borga aukist mikið og vita bensínsalar þar ekki sitt rjúkandi ráð. Erlent 14.10.2005 06:41
Kjarasamningum sagt upp? Miðstjórn Samiðnar telur forsendur kjarasamninga brostnar miðað við núverandi verðbólgu og ástand efnahagsmála. Formaður Samiðnar segir að nái endurskoðunarnefnd um forsendur kjarasamninga ekki viðunandi niðurstöðu, komi ekki annað til greina en að segja upp samningum. Innlent 14.10.2005 06:41
Guðfríður Lilja kjörin Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands og alþjóðlegur meistari kvenna í skák, var kjörin forseti Skáksambands Norðurlanda á nýafstöðnu þingi sambandsins sem fram fór í Vammala í Finnlandi. Guðfríður Lilja er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti í 106 ára sögu sambandsins. Innlent 14.10.2005 06:41
Veltur á viðbrögðum Tymosjenkó Pólitísk framtíð Viktors Júsjenkós, forseta Úkraínu, veltur á því hvort Júlía Tymosjenkó sem hann rak í gær, snúist gegn honum eður ei. Júsjenkó rak Tymosjenkó, sem var forsætisráðherra, að sögn til að koma á friði innan ríkisstjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan stjórnarinnar. Erlent 14.10.2005 06:41
Tvær sprengjur á matsölustöðum Tvær sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili á matsölustöðum Kentucky og McDonalds í borginni Karachi í Pakistan seint í gærkvöldi. Fyrri sprengjan sprakk á Kentucky og að minnsta kosti þrír veitingagesta slösuðust en enginn lífshættulega. Erlent 14.10.2005 06:41
Syntu frá Skrúði Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarðar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og lifði enginn sjómannanna af. Innlent 14.10.2005 06:41
Forskotið minnkar í Þýskalandi Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi virðast vera að klúðra forskotinu sem þau höfðu á Gerhard Schröder kanslara og jafnaðarmannaflokk hans. Kannanir sem birtar hafa verið undanfarna daga benda til þess að samsteypustjórn stóru flokkanna sé eina lausnin að loknum kosningum. Erlent 14.10.2005 06:41
Pólitískir vinir Bush Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Erlent 14.10.2005 06:41
Réttargeðdeildin á Sogni yfirfull Nýjasta vistmanninum á Sogni í Ölfusi var fundinn staður í herbergi sem annars er notað fyrir heimsóknir, kennslu og viðtöl. Á deildinni er pláss fyrir sjö, en hann er áttundi sjúklingurinn. Ráðuneytið hefur til þessa ekki heimilað stækkun réttargeðdeildarinnar. Innlent 14.10.2005 06:41
21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. Innlent 14.10.2005 06:41
Skortur er á sykursýkislyfi Skortur er á sykursýkislyfinu Glucophage á landinu. Innflytjandinn segir ástæðuna vera nýjar íslenskar pakkningar sem hafi þurft að fara sérstaklega yfir. Innlent 14.10.2005 06:41
Davíð stöðvaði breytingu laga Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:41
Svifryk vandamál í Reykjavík Svifryk er vandamál í Reykjavík eins og í öðrum borgum Evrópu að því er fram kom á stórborgarráðstefnu Norðurlandanna um helgina. Síðasta vetur þurfti tvisvar að senda út viðvörun til öndunarfærasjúklinga vegna svifryksmengunar í Reykjavík. Innlent 14.10.2005 06:41
Ferðamaður í geimnum Tveir geimfarar, annar Rússi og hinn Bandaríkjamaður, búa sig nú undir geimskot og ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á sporbraut um jörðu. Þetta þættu tæpast tíðindi væri ekki Gregory nokkur Olsen um borð. Gregory er nefnilega ferðamaður sem greiddi rússnesku geimferðastofnuninni tuttugu milljónir dollara til að fá að fljóta með. Erlent 14.10.2005 06:41
Franskur ferðamaður fannst látinn Franskur ferðamaður sem leitað hafði verið að Fjallabaki fannst látinn um klukkan þrjú í gær. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að komið hafi verið auga á líkið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í Markarfljóti fyrir neðan Húsadal í Þórsmörk. Innlent 14.10.2005 06:41
Frumvarp um lax- og silungsveiði Landbúnaðarráðherra leggur fram á komandi haustþingi nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði. Markmið laganna er að kveða á um eignarhald veiðiréttar í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna í ferskvatni og verndun þeirra. Innlent 14.10.2005 06:41
Afleiðingar Katrínar æ ljósari Skelfilegar afleiðingar fellibylsins Katrínar verða sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Leit að líkamsleifum þeirra þúsunda sem talin eru hafa látist í hamförunum í New Orleans er hafin. Um 250 þúsund manns sem komust frá borginni, hafast nú við í skýlum víðs vegar um Bandaríkin. Erlent 14.10.2005 06:41
Getum hugað að nýjum tækifærum Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins fagnar skilningi stjórnvalda á hlutverki nýsköpunar fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, en næstu fjögur árin renna 2,5 milljarðar króna til sjóðsins af sölunandvirði Símans. Innlent 14.10.2005 06:41