Erlent

Sífellt fleiri stinga af

Æ fleiri ökumenn í Bandaríkjunum taka gremju sína yfir hærra bensínverði út á bensínstöðvaeigendum. Í New Hampshire hefur fjöldi þeirra ökumanna sem fyllir bílinn á sjálfsafgreiðslustöð og brennir svo í burtu án þess að borga aukist mikið og vita bensínsalar þar ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir segja mikla fylgni milli bensínverðs og fjölda þeirra sem stinga af en steininn hafi tekið úr eftir síðustu hækkanir í kjölfar fellibylsins Katrínar. Bensínlítrinn kostar nú um fimmtíu krónur í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×