Innlent

Keflvíkingar kvarta yfir fnyk

Þó nokkrar kvartanir bárust til Lögreglunnar í Keflavík vegna fnyks sem lagði yfir Reykjanesbæ á miðvikudagskvöld. Stækjan stafaði af úldnum fiskúrgangi frá Skinnfiski í Sandgerði sem dreift var á gróðursnautt svæði á Miðnesheiði. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir fiskúrganginn góðan lífrænan áburð. Hins vegar hafi sá sem dreifði úrganginum misreiknað sig á vindáttinni og því lagði fnykinn yfir bæinn um nokkurra klukkustunda skeið. Viðkomandi hafi fengið tiltal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×