Erlent

Ferðamaður í geimnum

Tveir geimfarar, annar Rússi og hinn Bandaríkjamaður, búa sig nú undir geimskot og ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar á sporbraut um jörðu. Þetta þættu tæpast tíðindi væri ekki Gregory nokkur Olsen um borð. Gregory er nefnilega ferðamaður sem greiddi rússnesku geimferðastofnuninni tuttugu milljónir dollara til að fá að fljóta með. Hann segist ætla að taka með sér innrauða myndavél svo að hann hafi eitthvað að sýna krökkunum sínum að ferðinni lokinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×