Innlent

Syntu frá Skrúði

Sundgarparnir Hálfdán Freyr Örnólfsson og Heimir Örn Sveinsson gerðu sér lítið fyrir í gær og syntu frá Skrúðnum og í fjöruna við mynni Fáskrúðsfjarðar. Sundið tók um klukkutíma en aðstæður eru afar erfiðar á þessu svæði eins og menn vita sem þekkja söguna af skipinu Synetta sem sökk við Skrúðinn á níunda áratugnum og lifði enginn sjómannanna af. Hálfdán Freyr og Heimir Örn skiluðu sér hins vegar í fjöru eftir erfitt sund en þó ekki erfiðara en svo að þeir gátu tekið léttan sundsprett í ísköldu Lagarfljóti um kvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×