Erlent

Chirac heim af sjúkrahúsinu

Jacques Chirac, forseti Frakklands, hélt í dag heim eftir vikudvöl á sjúkrahúsi vegna sjóntruflana. Einhvers konar æðaþrenging eða -sjúkdómur er sagður hafa valdið því að Chirac fékk mígreni og sjóntruflanir fyrir viku og afboðaði í kjölfarið alla fundi og uppákomur. Hann var fluttur á sjúkrahús til meðferðar sem nú mun vera lokið. Chirac er sjötíu og tveggja ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×