Innlent

1.200 fermetra húsnæði byggt

Þrenn hjón á Ísafirði hafa tekið sig saman og áforma að byggja liðlega 1.200 fermetra íbúðar- og verslunarhúsnæði í miðbæ Ísafjarðar. Á vef Bæjarins besta segir Sigurjón Sigurjónsson, einn húsbyggjenda, ætlunina að hýsa verslanir á neðri hæðinni en fjórar íbúðir verði á annarri hæð. Húsbyggjendur muni sjálfir nýta þrjár íbúðir en hann á ekki von á að erfitt verði að koma þeirri fjórðu út, þegar sé mikill áhugi. Þá hafi ýmsir sýnt verslunarhúsnæðinu áhuga en ekkert sé frágengið í þeim efnum ennþá. Ætlunin er að hefja framkvæmdir strax í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×