Fréttir

Fréttamynd

Deildarstjóri fái miskabætur

Akureyrarbær verður að greiða deildarstjóra hjá bænum sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra. Maðurinn heldur jafnframt starfi sínu hjá bænum en hann og bæjaryfirvöld deildu um hvort hann ætti enn rétt á starfinu eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Reykingabann í Bretlandi?

Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort banna eigi reykingar á öllum opinberum stöðum á Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Kaczynski fékk 54 prósent atkvæða

Endanlegar niðurstöður liggja nú fyrir í pólsku forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Eins og áður hafði verið greint frá fór Lech Kaczynski, borgarstjóri í Varsjá, með sigur af hólmi, en hann hlaut 54 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk 46 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Settu innsigli á stofnanir og fyrirtæki

Óháður hópur ungra kvenna heimsótti í nótt stofnanir og fyrirtæki og setti innsigli á aðalinngang þeirra til þess að hvetja þau til að rjúfa það sem hópurinn nefnir innsiglað misrétti kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Kosið milli átta nafna

Ólafsfirðingar fá tækifæri til að velja nafn á grunnskólann sem tók til starfa á Ólafsfirði í haustbyrjun og kemur í stað barnaskólans og gagnfræðaskólans.

Innlent
Fréttamynd

Féll til jarðar við vinnu

Maður féll hálfan þriðja metra aftur fyrir sig þar sem hann vann að byggingu stöðvarhúss Hellisheiðarvirkjunar við Kolviðarhól fyrr í dag. Maðurinn meiddist á baki og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en ekki var vitað að hversu mikil meiðsl hans voru.

Innlent
Fréttamynd

ESB leggur fram meira fé vegna hamfara

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram 80 milljónir evra, um 5,8 milljarða króna, til að aðstoða fórnalömb hamfaranna í Pakistan. Þetta var ákveðið á fundi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ríkið greiði fanga þjáningarbætur

Fangi á Litla Hrauni á rétt á þjáningabótum úr hendi íslenska ríkisins vegna þess að hann fékk ekki rétta læknisaðstoð eftir líkamsárás, sem hann varð fyrir af samfanga sínum. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stemmningin afar góð fyrir kvennafrí

Edda Jónsdóttir, verkefnastjóri kvennafrídagsins, hefur staðið í ströngu undanfarna daga og vikur við undirbúning hátíðarinnar. Hún segir allt að verða klárt fyrir daginn og að stemmningin fyrir deginum sé afar góð.

Innlent
Fréttamynd

Steve Bruce hefur fullan stuðning

David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segir að þrátt fyrir slakt gengi liðsins í undanförnum leikjum, sé staða Steve Bruce örugg hjá félaginu og segist ennfremur ekki geta hugsað sér betri mann til að koma liðinu aftur á beinu brautina.

Sport
Fréttamynd

VG ekki fyrsti kvenfrelsisflokkurinn

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs misskilur kvenfrelsið ef hann telur flokk sinn geta slegið eignarrétti á hugtakið segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Dómarar fylgjandi nýrri tækni

Dómarar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru sagðir á einu máli um að taka í gagnið nýja tækni til að úrskurða um hvort boltinn fer yfir marklínu, eftir að enn eitt vafaatvikið leit dagsins ljós í leikjum helgarinnar.

Sport
Fréttamynd

Búist við tugþúsundum í miðbæ Reykjavíkur

Búist við að tugþúsundir streymi í miðbæ Reykjavíkur eftir um tvo tíma til þess að fagna þrjátíu ára afmæli kvennafrídagsins og til þess að knýja á um afnám hvers kyns kynjamisréttis. Fjölmörgum fyrirtækjum verður lokað um klukkan tvö vegna þessa og sama verður uppi á teningnum á leikskólum og frístundaheimilum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti eykst um 100 miljónir milli ára

Á fyrstu sjö mánuðum ársins var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 41,8 milljarðar króna samanborið við 41,7 milljarða á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpar 100 milljónir, á verðlagi hvors árs fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Mark Gunnars Heiðars eitt af þeim bestu

Á vefsíðu sænska blaðsins Aftonbladet geta lesendur nú tekið þátt í að kjósa mark ársins í sænska boltanum og þar er mark Gunnars Heiðars Þorvaldssonar gegn Djurgarden þann 3. október sl. eitt af þeim tíu mörkum sem tilnefnd eru. Mark Gunnars var sérlega glæsilegt og því er um að gera fyrir áhugasama að gefa honum sitt atkvæði á síðunni, þar sem einnig er hægt að sjá myndband af markinu.

Sport
Fréttamynd

Hvatt til notkunar strætisvagna í dag

Strætó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem konur eru hvattar til að nýta sér almenningssamgöngur og taka strætó í miðbæinn svo forðast megi umferðaöngþveiti vegna baráttuhátíðar kvenna í dag. Strætó og lögreglan verða í nánu samstarfi svo tryggja megi greiðar og tíðar samgöngur með strætó til og frá miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hrifin af uppátækjum Beckham

Íþróttasíður bresku blaðanna eru yfirfullar af myndum af David Beckham í dag, eftir að hann lét reka sig af leikvelli fyrir fíflagang í leik Real Madrid og Valencia í spænska boltanum í gærkvöldi og dálkahöfundar spyrja sig hvort Beckham sé í raun fyrirliðaefni enska landsliðsins eftir svona framkomu.

Sport
Fréttamynd

Átti hæsta boð í sex af átta lóðum

Eitt fyrirtæki átti hæsta tilboð í byggingarétt á sex af átta lóðum sem boðnar voru út undir atvinnurekstur í Norðlingaholti. Útboðið getur skilað Reykjavíkurborg og eignarhaldsfélaginu Rauðhóli hátt í hálfum milljarði króna.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir á Stjörnubíósreit senn á enda

Nú sér fyrir endann á framkvæmdunum við bílastæðahús sem verið er að reisa á gamla Stjörnubíósreitnum við Laugaveg. Reiknað er með að það verði opnað í þarnæstu viku og um leið verður umferð aftur hleypt á Laugarveg milli Snorrabrautar og Barónsstígs.

Innlent
Fréttamynd

Unglingur skotinn til bana

Átján ára unglingur lést af skotsárum sínum í Birmingham í gærkvöld, en þar blossuðu upp óeirðir á milli afrískra og asískra ungmenna um helgina með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana á laugardagskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Flutningaskip strandaði við Hornafjörð

Flutningaskipið Roko strandaði í álnum við Austurfjörurnar í innsiglingunni til Hornafjarðar í gær. Að því er fram kemur á vefnum Hornafjörður.is tók um 45 mínútur að losa skipið með aðstoð Lóðsins og með vélarafli skipsins sjálfs. Roko er 109 metra langt og 3955 tonn, skráð á Bahamaeyjum og gert út frá Noregi en áhöfn skipsins er rússnesk.

Innlent
Fréttamynd

Dúfur finnast dauðar í Ungverjalandi

Átján dúfur fundust dauðar í bænum Szegend í Ungverjalandi, nærri landamærunum að Rúmeníu og Serbíu, um helgina en ekki hefur fengist staðfest hvort þær létust úr fuglaflensu. Frá þessu greinir MTI-fréttastöðin í Ungverjalandi.

Erlent
Fréttamynd

Þriðja tilfellið í Rússlandi

Fuglaflensa hefur greinst á ný í evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld hafa staðfest að H5N1 stofn fuglaflensunnar hafi greinst í Tambov, fjögur hundruð kílómetra suðaustur af Moskvu.

Erlent
Fréttamynd

Eldgos á Galapagoseyjum

Eldfjallið Sierra Negra á Galapagoseyjum byrjaði í gær að gjósa með miklum látum. Eldtungurnar úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði, en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Vill hækka skatt á fjármagnstekjur

Fjármagnstekjuskatt ber að hækka segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir hækkun fjármagnstekjuskatts og lægri skatta á lægstu laun nauðsynleg til að draga úr ójöfnuði og bæta kjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Innlent
Fréttamynd

Danskir múslimar ævareiðir

Mótmæli danskra múslima vegna birtinga skopmynda af spámanninum Múhammeð, í Jyllandsposten, í lok september hefur nú teygt sig út fyrir dönsk landamæri.

Erlent
Fréttamynd

Frárennslisvatn hreinsað í Fellabæ

Fimm hreinsivirki í Fellabæ, á Hallormsstað og Egilsstöðum taka við öllu frárennsli á svæðinu og skila því sem drykkjarhæfu vatni beint út í bergvatnsána Eyvindará.

Innlent
Fréttamynd

Kaczynski næsti forseti landsins

Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands, en þegar 91 prósent atkvæða í forsetakosningum um helgina hafa verið talin hefur hann fengið 55 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk, 45 prósent.

Erlent