Erlent

Dúfur finnast dauðar í Ungverjalandi

Fuglum fargað í Rúmeníu.
Fuglum fargað í Rúmeníu. MYND/AP

Átján dúfur fundust dauðar í bænum Szegend í Ungverjalandi, nærri landamærunum að Rúmeníu og Serbíu, um helgina en ekki hefur fengist staðfest hvort þær létust úr fuglaflensu. Frá þessu greinir MTI-fréttastöðin í Ungverjalandi. Nokkrar dúfnanna eru nú í rannsókn og er niðurstaðna að væntainnan tveggja daga. Hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar hefur þegar greinst í Rúmeníu en óttast er að flensanberist enn þá vestar í Evrópu á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×