Fréttir Formaður Gusts segir af sér Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gust, sagði af sér formennsku á félgasfundi Gusts í kvöld. Þóra taldi sig ekki hafa nægan stuðning félagsmanna til að takast á við uppkaup á hesthúsum á svæðinu. Fjárfestar eiga nú þegar tæplega helming af húsum á svæðinu. Meirihluti félagsmanna vill að nýtt athafnasvæði verði gert fyrir félagið á Kjóavöllum en Þóra vill hins vegar ekki flytja starfsemi félagsins frá Glaðheimum. Innlent 2.2.2006 22:27 Kjarnorkudeilan tekin fyrir á morgun Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hefur frestað til morguns fundi um kjarnorkuáætlun Írana sem hófst í dag. Stjórnin tekur því á morgun ákvörðun um það hvort kjarnorkudeilu Írana og Vesturveldanna verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 2.2.2006 22:18 Bandrískum sendiráðsstarfsmanni vísað úr landi Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann ætlaði að vísa úr landi bandarískum sendiráðsstarfsmanni vegna ásakana um njósnir. Maðurinn mun vera starfsmaður Bandaríkjahers og hefur verið efið að sök að hafa stundað njósnir í Venesúeal í samstarfi við þarlenda herforingja. Erlent 2.2.2006 22:15 4 tonn af hassi tekin Franska lögreglan lagði í dag hald á tæp fjögur tonn af hassi. Efnið fannst í vöruflutningabíl sem kom til frönsku borgarinnar Lille frá Spáni en bílinn er sagður breskur. Erlent 2.2.2006 22:13 Baugur vill kaupa Thorntons Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í. Innlent 2.2.2006 22:00 Palestínumenn hóta að ræna Evrópubúum Erlendir sendifulltrúar og blaðamenn hafa margir hverjir yfirgefið landsvæði Palestínumanna í dag. Grímuklæddir palestínskir byssumenn hótuðu því í kvöld að ræna útlendingum vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í evrópskum dagblöðu. Þá hafa Mubarak, Egyptalandsforseti, og Ahmadinejad, forseti Írans, bæst í hóp þeirra sem gagnrýna myndbirtinguna. Erlent 2.2.2006 21:56 Dorrit fékk aðsvif Dorrit Moussaieff, forsetafrú, fékk aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í dag. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að Dorrit hafi ekki getað tekið þátt í athöfn bókmenntaverðlaunanna. Hún fer í rannsóknir á morgun vegna aðsvifsins. Innlent 2.2.2006 19:50 Varnarviðræður hafnar að nýju Nýr flötur er kominn á viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi varnarsamstarf ríkjanna en Íslendingar hafa boðist til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. Viðræður ríkjanna hófust að nýju í Washington í dag eftir nokkurt hlé. Innlent 2.2.2006 18:49 Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Innlent 2.2.2006 17:19 Tekist á um umhverfismál á þingi Þingmaður vinstri - grænna segir nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á aðild Íslands að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni áfellisdóm yfir stjórnvöldum í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hafnar því og segir stefnumótunartillögu í umhverfismálum að vænta á þessu ári. Innlent 2.2.2006 17:12 10 féllu í sprengjuárásum í Bagdad Að minnsta kosti 10 létu lífið og hátt í 60 særðust þegar tvær bílasprengjur sprungu í Bagdað í Írak í dag. Erlent 2.2.2006 16:27 Sumarljós og svo kemur nóttin hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár í flokki fagurbókmennta. Þá fékk Kristín G. Guðnadóttir, Eiríkur Þorláksson, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir og fleiri verðlaunin í flokki fræðirita fyrir bók sína Kjarval. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í beinni útsendingu hér á NFS á fimmta tímanum. Innlent 2.2.2006 16:01 Hringsnerist ef ég reyndi að sætta alla Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir erfitt að ná niðurstöðu um loðnuveiðar, ef sætta eigi þá sem gagnrýna hann fyrir að úthluta of litlum loðnukvóta og þá sem gagnrýna hann fyrir að leyfa veiðar yfir höfuð. Innlent 2.2.2006 15:49 Menntamálaráðherra hlustaði á rödd skynseminnar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði menntamálaráðherra til hamingju með að hafa loksins hlustað á rödd skynseminnar með því að falla frá áætlunum um að þröngva styttingu náms til stúdentsprófs upp á kennara og menntakerfið. Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Innlent 2.2.2006 15:35 Langlundargeðið á þrotum Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga. Innlent 2.2.2006 13:44 Bókmenntaverðlaunin veitt í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í flokki fræðirita og fagurbókmennta. Sýnt verður beint frá afhendingu verðlaunanna á NFS klukkan fjögur í dag. Innlent 2.2.2006 13:01 Samstarf um heildarendurskoðun náms Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Innlent 2.2.2006 13:31 Ferðist langar leiðir í ökunám Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt. Innlent 2.2.2006 12:18 Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku. Innlent 2.2.2006 12:15 Ræða varnarmál í dag Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd. Innlent 2.2.2006 12:10 Í harða samkeppni við flugfélögin Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera. Innlent 2.2.2006 12:05 Margar loðnuverksmiðjur lokaðar áfram Allar loðnuverksmiðjur í landinu hafa að mestu verið lokaðar síðan í júní í fyrra og verða margar áfram. Sumarvertíðin brást alveg, botninn datt úr kolmunnaveiðunum, og engin kraftur verður í vetrarvertíðinni, miðað við núgildandi kvóta. Innlent 2.2.2006 12:02 Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum sem fyrr, í flokki fræðirita og flokki fagurbókmennta. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki. Innlent 2.2.2006 11:09 Metsöfnun hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um jólin Rúmar 28 milljónir króna söfnuðust í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir vatni í Afríku. Það er metfé og þriðjungi meira en í fyrra. Innlent 2.2.2006 11:03 Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. Innlent 2.2.2006 10:58 Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári. Innlent 2.2.2006 10:56 Sprengjutilræði í Bilbao í gærkvöld Sprengja sprakk nærri pósthúsi í útjaðri borgarinnar Bilbao í Baska-héruðum Spánar í gærkvöld. Engan sakaði í tilræðinu en basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA stóðu á bak við það og höfðu varað við sprengjunni. Erlent 2.2.2006 08:03 Vökudeild Barnaspítala Hringsins 30 ára Þrjátíu ár eru í dag liðins síðan vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar milli klukkan þrjú og fimm í dag og eru allir velkomnir. Ýmis fræðsluerindi verða flutt og boðið upp á veitingar í lokin. Innlent 2.2.2006 07:53 Smygluðu heróíni innvortis í hvolpum Fíknefnalögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið 22 Kólumbíumenn fyrir að hafa reynt að smygla yfir 20 kílóum af heróíni inn í Bandaríkin, meðal annars innvortis í hvolpum. Erlent 2.2.2006 07:50 Kostnaður vegna úrskurðarnefnda 340 milljónir Kostnaður vegna úrskurðarnefnda ríkisins nam rúmlega 340 milljónum króna árið 2004. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Nefndirnar eru 58 talsins en enginn kostnaður var af starfsemi átján þeirra samkvæmt svari forsætisráðherra. Innlent 2.2.2006 07:48 « ‹ ›
Formaður Gusts segir af sér Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins Gust, sagði af sér formennsku á félgasfundi Gusts í kvöld. Þóra taldi sig ekki hafa nægan stuðning félagsmanna til að takast á við uppkaup á hesthúsum á svæðinu. Fjárfestar eiga nú þegar tæplega helming af húsum á svæðinu. Meirihluti félagsmanna vill að nýtt athafnasvæði verði gert fyrir félagið á Kjóavöllum en Þóra vill hins vegar ekki flytja starfsemi félagsins frá Glaðheimum. Innlent 2.2.2006 22:27
Kjarnorkudeilan tekin fyrir á morgun Stjórn Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hefur frestað til morguns fundi um kjarnorkuáætlun Írana sem hófst í dag. Stjórnin tekur því á morgun ákvörðun um það hvort kjarnorkudeilu Írana og Vesturveldanna verði vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erlent 2.2.2006 22:18
Bandrískum sendiráðsstarfsmanni vísað úr landi Hugo Chavez, forseti Venesúela, tilkynnti í dag að hann ætlaði að vísa úr landi bandarískum sendiráðsstarfsmanni vegna ásakana um njósnir. Maðurinn mun vera starfsmaður Bandaríkjahers og hefur verið efið að sök að hafa stundað njósnir í Venesúeal í samstarfi við þarlenda herforingja. Erlent 2.2.2006 22:15
4 tonn af hassi tekin Franska lögreglan lagði í dag hald á tæp fjögur tonn af hassi. Efnið fannst í vöruflutningabíl sem kom til frönsku borgarinnar Lille frá Spáni en bílinn er sagður breskur. Erlent 2.2.2006 22:13
Baugur vill kaupa Thorntons Baugur hafi augastað á breska smásölufyrirtækinu Thorntons sem rekur súkkulaðiverslanir. Talið er að forsvarsmenn Baugs sjái þar mögleika á samstarfi milli Thorntons, te og kaffiverslana Whittards of Chelsea, sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, og heilsuverslanna Julians Graves, sem Baugur á meirihluta í. Innlent 2.2.2006 22:00
Palestínumenn hóta að ræna Evrópubúum Erlendir sendifulltrúar og blaðamenn hafa margir hverjir yfirgefið landsvæði Palestínumanna í dag. Grímuklæddir palestínskir byssumenn hótuðu því í kvöld að ræna útlendingum vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtar hafa verið í evrópskum dagblöðu. Þá hafa Mubarak, Egyptalandsforseti, og Ahmadinejad, forseti Írans, bæst í hóp þeirra sem gagnrýna myndbirtinguna. Erlent 2.2.2006 21:56
Dorrit fékk aðsvif Dorrit Moussaieff, forsetafrú, fékk aðsvif við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunna í dag. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að Dorrit hafi ekki getað tekið þátt í athöfn bókmenntaverðlaunanna. Hún fer í rannsóknir á morgun vegna aðsvifsins. Innlent 2.2.2006 19:50
Varnarviðræður hafnar að nýju Nýr flötur er kominn á viðræður íslenskra og bandarískra stjórnvalda um áframhaldandi varnarsamstarf ríkjanna en Íslendingar hafa boðist til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. Viðræður ríkjanna hófust að nýju í Washington í dag eftir nokkurt hlé. Innlent 2.2.2006 18:49
Áfram stefnt að styttingu en hlustað á gagnrýnisraddir Menntamálaráðherra og kennaraforystan ætla að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Áfram er þó stefnt að styttingu náms til stúdentsprófs en menntamálaráðherra segir að tekið verði tillit til þeirra gagnrýnisradda sem fram hafi komið í málinu. Innlent 2.2.2006 17:19
Tekist á um umhverfismál á þingi Þingmaður vinstri - grænna segir nýja úttekt Ríkisendurskoðunar á aðild Íslands að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni áfellisdóm yfir stjórnvöldum í umhverfismálum. Umhverfisráðherra hafnar því og segir stefnumótunartillögu í umhverfismálum að vænta á þessu ári. Innlent 2.2.2006 17:12
10 féllu í sprengjuárásum í Bagdad Að minnsta kosti 10 létu lífið og hátt í 60 særðust þegar tvær bílasprengjur sprungu í Bagdað í Írak í dag. Erlent 2.2.2006 16:27
Sumarljós og svo kemur nóttin hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár í flokki fagurbókmennta. Þá fékk Kristín G. Guðnadóttir, Eiríkur Þorláksson, Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir og fleiri verðlaunin í flokki fræðirita fyrir bók sína Kjarval. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í beinni útsendingu hér á NFS á fimmta tímanum. Innlent 2.2.2006 16:01
Hringsnerist ef ég reyndi að sætta alla Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir erfitt að ná niðurstöðu um loðnuveiðar, ef sætta eigi þá sem gagnrýna hann fyrir að úthluta of litlum loðnukvóta og þá sem gagnrýna hann fyrir að leyfa veiðar yfir höfuð. Innlent 2.2.2006 15:49
Menntamálaráðherra hlustaði á rödd skynseminnar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði menntamálaráðherra til hamingju með að hafa loksins hlustað á rödd skynseminnar með því að falla frá áætlunum um að þröngva styttingu náms til stúdentsprófs upp á kennara og menntakerfið. Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Innlent 2.2.2006 15:35
Langlundargeðið á þrotum Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru orðnir þreyttir á því hve dregist hefur að ganga frá kjarasamningum þeirra við Launanefnd sveitarfélaga. Innlent 2.2.2006 13:44
Bókmenntaverðlaunin veitt í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í flokki fræðirita og fagurbókmennta. Sýnt verður beint frá afhendingu verðlaunanna á NFS klukkan fjögur í dag. Innlent 2.2.2006 13:01
Samstarf um heildarendurskoðun náms Menntamálaráðherra og forsvarsmenn Kennarasambands Íslands undirrituðu í dag samkomulag um að vinna saman að heildarendurskoðun á námi í tengslum við fyrirhugaða styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Innlent 2.2.2006 13:31
Ferðist langar leiðir í ökunám Fjöldi ökunema þarf að ferðast tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að afla sér þjálfunar sem sett verður sem skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis taki ný reglugerð um ökunám gildi óbreytt. Innlent 2.2.2006 12:18
Fær í fyrsta lagi orku eftir fjögur ár Álver í Helguvík í Reykjanesbæ getur í fyrsta lagi fengið orku til fyrsta áfanga versins eftir fjögur til fimm ár. Landsvirkjun er ekki aflögufær með orku og pólitísk ákvörðun kemur í veg fyrir að Orkuveita Reykjavíkur selji þangað orku. Innlent 2.2.2006 12:15
Ræða varnarmál í dag Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd. Innlent 2.2.2006 12:10
Í harða samkeppni við flugfélögin Flugleiðir og Iceland Express eiga von á harðri samkeppni innan tíðar við British Airways á flugleiðinni á milli Íslands og London. Breska flugfélagið hefur áætlunarflug í mars og mun í fyrstu bjóða aðra leiðina á rúmar sex þúsund krónur og fulla þjónustu um borð. Talsmaður British Airways á Íslandi segir félagið komið til að vera. Innlent 2.2.2006 12:05
Margar loðnuverksmiðjur lokaðar áfram Allar loðnuverksmiðjur í landinu hafa að mestu verið lokaðar síðan í júní í fyrra og verða margar áfram. Sumarvertíðin brást alveg, botninn datt úr kolmunnaveiðunum, og engin kraftur verður í vetrarvertíðinni, miðað við núgildandi kvóta. Innlent 2.2.2006 12:02
Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan 16 í dag. Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum sem fyrr, í flokki fræðirita og flokki fagurbókmennta. Fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki. Innlent 2.2.2006 11:09
Metsöfnun hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um jólin Rúmar 28 milljónir króna söfnuðust í jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir vatni í Afríku. Það er metfé og þriðjungi meira en í fyrra. Innlent 2.2.2006 11:03
Verjendur fá að leggja fram gögn vegna lánveitinga Héraðsdómur Reykjavíkur varð í morgun við kröfu verjenda í Baugsmálinu um að fá að leggja fram gögn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers sem snúa að lánveitingum sem taldar eru varða við lög. Innlent 2.2.2006 10:58
Segir sig ekki úr stjórnarskrárnefnd Þorsteinn Pálsson gerir ekki ráð fyrir að segja sig úr stjórnarskrárnefnd þrátt fyrir að taka við ritstjórn Fréttablaðsins síðar í mánuðinum. Þorsteinn Pálsson var tilnefndur í stjórnarskrárnefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins og skipaður varaformaður hennar þegar hún tók til starfa í janúar á síðasta ári. Innlent 2.2.2006 10:56
Sprengjutilræði í Bilbao í gærkvöld Sprengja sprakk nærri pósthúsi í útjaðri borgarinnar Bilbao í Baska-héruðum Spánar í gærkvöld. Engan sakaði í tilræðinu en basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA stóðu á bak við það og höfðu varað við sprengjunni. Erlent 2.2.2006 08:03
Vökudeild Barnaspítala Hringsins 30 ára Þrjátíu ár eru í dag liðins síðan vökudeild Barnaspítala Hringsins tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælishátíðar milli klukkan þrjú og fimm í dag og eru allir velkomnir. Ýmis fræðsluerindi verða flutt og boðið upp á veitingar í lokin. Innlent 2.2.2006 07:53
Smygluðu heróíni innvortis í hvolpum Fíknefnalögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið 22 Kólumbíumenn fyrir að hafa reynt að smygla yfir 20 kílóum af heróíni inn í Bandaríkin, meðal annars innvortis í hvolpum. Erlent 2.2.2006 07:50
Kostnaður vegna úrskurðarnefnda 340 milljónir Kostnaður vegna úrskurðarnefnda ríkisins nam rúmlega 340 milljónum króna árið 2004. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Nefndirnar eru 58 talsins en enginn kostnaður var af starfsemi átján þeirra samkvæmt svari forsætisráðherra. Innlent 2.2.2006 07:48