Fréttir

Fréttamynd

Stöðugt finnast fleiri látnir

Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum.

Erlent
Fréttamynd

Meirihlutinn hélt óvænt velli

Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu.

Innlent
Fréttamynd

Straumurinn lá til vinstri

Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21.

Innlent
Fréttamynd

TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni.

TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

TF-LÍF komin að Akureyrinni

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stakk 28 manns

Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi.

Erlent
Fréttamynd

Eldur logar um borð í Akureyri EA-110

Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum.

Innlent
Fréttamynd

17,5 prósent búin að kjósa

Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Saklaust fólk drepið í hefndarskyni

Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

Kjósa snemma og það sama og áður

Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 2.700 taldir látnir

Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart.

Erlent
Fréttamynd

Margt að varast í kosningum

Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum.

Innlent
Fréttamynd

Porti Hafnarhússins breytt í óperusal

Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælaganga vegna morða í Belgíu

Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Blair viðurkenna mistök

George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins.

Erlent
Fréttamynd

Kulajeff fékk ævilangt fangelsi

Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn.

Erlent
Fréttamynd

Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar

Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa.

Innlent
Fréttamynd

Sif keppir í Miss Universe

Sif Aradóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland, mun veða fulltrúi Íslands í Miss Universe í Los Angeles 23. júlí næstkomandi. Enginn íslensku keppandi hefur verið sendur í keppnina síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dögum fyrir aðalkeppnina.

Lífið
Fréttamynd

Elsti kjósandinn er 108 ára

Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn.

Innlent
Fréttamynd

Klippt framan af fingri manns

Klippt var framan af fingri manns á fimmtugsaldri með garðklippum og tveir aðrir menn beittir harðræði í húsi í miðbæ Akureyrar fyrir hádegi í gær. Þá er talið að annar mannanna sé hugsanlega nefbrotinn.

Innlent
Fréttamynd

Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið

Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vildi frekar sprengja skemmtistað en flugvöll

Upptökur með samtölum manna sem skipulögðu sprengjutilræði á skemmtistaðnum Ministry of Sound í Lundúnum fyrir rúmum tveimur árum voru spiluð í réttarhöldunum yfir þeim í dag. Þar kemur meðal annars fram að forsprakki hópsins ætlaði að fá sér vinnu á staðnum til að auka líkurnar á tilræðið myndi heppnast, auk þess sem honum fannst æskilegra að spregja skemmtistað en flugvöll því öryggisgæslan væri minni.

Erlent