Fréttir Stöðugt finnast fleiri látnir Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Erlent 28.5.2006 11:53 Meirihlutinn hélt óvænt velli Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu. Innlent 28.5.2006 08:44 Straumurinn lá til vinstri Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu. Innlent 28.5.2006 08:30 Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21. Innlent 27.5.2006 19:11 TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni. TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Innlent 27.5.2006 17:59 TF-LÍF komin að Akureyrinni TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Innlent 27.5.2006 16:43 Stakk 28 manns Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. Erlent 27.5.2006 14:28 Eldur logar um borð í Akureyri EA-110 Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum. Innlent 27.5.2006 15:07 Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. Erlent 27.5.2006 14:15 Hart barist í Mogadishu Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Erlent 27.5.2006 14:13 17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. Innlent 27.5.2006 13:36 Saklaust fólk drepið í hefndarskyni Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 27.5.2006 12:32 Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. Innlent 27.5.2006 12:19 Yfir 2.700 taldir látnir Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart. Erlent 27.5.2006 09:44 Aung San Suu Kyi áfram í stofufangelsi Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákveðið að framlengja stofufangelsi Aung San Suu Kyi um óákveðinn tíma. Erlent 27.5.2006 12:35 Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. Innlent 27.5.2006 12:28 Segir réttlætanlegt að myrða Blair Breski þingmaðurinn George Galloway á á hættu að verða sviptur embætti sínu vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við breska tímaritið GQ. Erlent 27.5.2006 10:17 Porti Hafnarhússins breytt í óperusal Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum. Innlent 26.5.2006 22:56 Mótmælaganga vegna morða í Belgíu Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum. Erlent 26.5.2006 21:21 Þrír palestínskir unglingspiltar létust á Gaza Þrír palestínskir unglingspiltar létust þegar þeir voru að fikta við sprengiefni á Gaza í dag. Þá særðust þrjár erlendar konur í átökum á Vesturbakkanum. Erlent 26.5.2006 21:26 Bush og Blair viðurkenna mistök George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins. Erlent 26.5.2006 17:44 Loftið er lævi blandið í Dili Á þriðja tug manna liggur í valnum á Austur-Tímor en þar hefur verið afar róstusamt undanfarna daga. Erlent 26.5.2006 17:37 Hraunið streymdi upp úr sjávarbotninum Japanskir vísindamenn birtu í dag einstæðar myndir af neðansjávareldgosi skammt norður af Kyrrahafseynni Gvam. Erlent 26.5.2006 17:32 Kulajeff fékk ævilangt fangelsi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn. Erlent 26.5.2006 17:28 Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. Innlent 26.5.2006 18:15 Sif keppir í Miss Universe Sif Aradóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland, mun veða fulltrúi Íslands í Miss Universe í Los Angeles 23. júlí næstkomandi. Enginn íslensku keppandi hefur verið sendur í keppnina síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dögum fyrir aðalkeppnina. Lífið 26.5.2006 18:08 Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Innlent 26.5.2006 18:06 Klippt framan af fingri manns Klippt var framan af fingri manns á fimmtugsaldri með garðklippum og tveir aðrir menn beittir harðræði í húsi í miðbæ Akureyrar fyrir hádegi í gær. Þá er talið að annar mannanna sé hugsanlega nefbrotinn. Innlent 26.5.2006 17:58 Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 26.5.2006 17:48 Vildi frekar sprengja skemmtistað en flugvöll Upptökur með samtölum manna sem skipulögðu sprengjutilræði á skemmtistaðnum Ministry of Sound í Lundúnum fyrir rúmum tveimur árum voru spiluð í réttarhöldunum yfir þeim í dag. Þar kemur meðal annars fram að forsprakki hópsins ætlaði að fá sér vinnu á staðnum til að auka líkurnar á tilræðið myndi heppnast, auk þess sem honum fannst æskilegra að spregja skemmtistað en flugvöll því öryggisgæslan væri minni. Erlent 26.5.2006 17:47 « ‹ ›
Stöðugt finnast fleiri látnir Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum. Erlent 28.5.2006 11:53
Meirihlutinn hélt óvænt velli Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu. Innlent 28.5.2006 08:44
Straumurinn lá til vinstri Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu. Innlent 28.5.2006 08:30
Tveir létust í eldsvoða á Akureyrinni Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu við Landspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvogi með sex menn úr áhöfn Akureyrinnar. Tveir menn létu lífið þegar eldur kom upp í togaranum Akureyrinni EA í dag, 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Bænastund verður í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld klukkan 21. Innlent 27.5.2006 19:11
TF-Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfninni. TF Líf er á leið til Reykjavíkur með 6 manns úr áhöfn Akureyrarinnar. Slökkviliðsmenn frá SHS eru komnir um borð, að kljást við eldinn og eru að ná tökum á honum. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Innlent 27.5.2006 17:59
TF-LÍF komin að Akureyrinni TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin að Akureyrinni EA, en eldur geisar um borð í skipinu 75 sjómílur norðvestur af Látri. Átján manna áhöfn er á Akureynni og sendi hún út neyðarkall tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Innlent 27.5.2006 16:43
Stakk 28 manns Þýskur unglingur gekk berserksgang í miðborg Berlínar í gærkvöld og særði 28 manns með hnífi. Erlent 27.5.2006 14:28
Eldur logar um borð í Akureyri EA-110 Eldur logar í Akureyrinni EA-110 en skipið er um 75 sjómílur norðvestur af Látrum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar er farin af stað með slökkviliðsmenn til aðstoðar skipverjum og björgunarskip Landsbjargar hafa verið sett í viðbragðsstöðu og verður sent af stað ef það þörf krefur og það er talið geta komið að notum. Innlent 27.5.2006 15:07
Ennþá spenna á milli Fatah og Hamas Liðsmenn Hamas-samtakanna fylktu liði á Gaza-ströndinni í morgun og létu ófriðlega. Erlent 27.5.2006 14:15
Hart barist í Mogadishu Í það minnsta tuttugu hafa týnt lífi í bardögum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Erlent 27.5.2006 14:13
17,5 prósent búin að kjósa Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent. Innlent 27.5.2006 13:36
Saklaust fólk drepið í hefndarskyni Flest bendir til að bandarískir landgönguliðar hafi í nóvember á síðasta ári myrt á þriðja tug íraskra borgara í hefndarskyni, þar á meðal mörg börn. Ódæðin eru sögð þau verstu sem bandaríska herliðið hefur gert sig sekt um í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 27.5.2006 12:32
Kjósa snemma og það sama og áður Íbúar á dvalarheimilum aldraðra hafa sennilega fengið vænni skammt af kosningaáróðri en flestir aðrir. Óvíst er þó að það hafi skilað sér sem skyldi því þeir heimilismenn Hrafnistu sem NFS ræddi við í morgun kusu það sama og þeir höfðu gert hingað til. Innlent 27.5.2006 12:19
Yfir 2.700 taldir látnir Nú er talið að í það minnsta 2.700 manns hafi týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eyna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart. Erlent 27.5.2006 09:44
Aung San Suu Kyi áfram í stofufangelsi Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákveðið að framlengja stofufangelsi Aung San Suu Kyi um óákveðinn tíma. Erlent 27.5.2006 12:35
Margt að varast í kosningum Það er ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar gengið er til kosninga í dag. Þannig getur það til dæmis varðað sekt að gera sér upp sjónleysi til að fá aðstoð á kjörstað. Menn geta jafnvel lent í fangelsi fari þeir ekki rétt að öllum reglum. Innlent 27.5.2006 12:28
Segir réttlætanlegt að myrða Blair Breski þingmaðurinn George Galloway á á hættu að verða sviptur embætti sínu vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við breska tímaritið GQ. Erlent 27.5.2006 10:17
Porti Hafnarhússins breytt í óperusal Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum. Innlent 26.5.2006 22:56
Mótmælaganga vegna morða í Belgíu Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum. Erlent 26.5.2006 21:21
Þrír palestínskir unglingspiltar létust á Gaza Þrír palestínskir unglingspiltar létust þegar þeir voru að fikta við sprengiefni á Gaza í dag. Þá særðust þrjár erlendar konur í átökum á Vesturbakkanum. Erlent 26.5.2006 21:26
Bush og Blair viðurkenna mistök George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins. Erlent 26.5.2006 17:44
Loftið er lævi blandið í Dili Á þriðja tug manna liggur í valnum á Austur-Tímor en þar hefur verið afar róstusamt undanfarna daga. Erlent 26.5.2006 17:37
Hraunið streymdi upp úr sjávarbotninum Japanskir vísindamenn birtu í dag einstæðar myndir af neðansjávareldgosi skammt norður af Kyrrahafseynni Gvam. Erlent 26.5.2006 17:32
Kulajeff fékk ævilangt fangelsi Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn. Erlent 26.5.2006 17:28
Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa. Innlent 26.5.2006 18:15
Sif keppir í Miss Universe Sif Aradóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland, mun veða fulltrúi Íslands í Miss Universe í Los Angeles 23. júlí næstkomandi. Enginn íslensku keppandi hefur verið sendur í keppnina síðan árið 2003 þegar Manúela Ósk Harðardóttir fór utan en þurfti að hætta keppni vegna veikinda, aðeins tveimur dögum fyrir aðalkeppnina. Lífið 26.5.2006 18:08
Elsti kjósandinn er 108 ára Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn. Innlent 26.5.2006 18:06
Klippt framan af fingri manns Klippt var framan af fingri manns á fimmtugsaldri með garðklippum og tveir aðrir menn beittir harðræði í húsi í miðbæ Akureyrar fyrir hádegi í gær. Þá er talið að annar mannanna sé hugsanlega nefbrotinn. Innlent 26.5.2006 17:58
Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 26.5.2006 17:48
Vildi frekar sprengja skemmtistað en flugvöll Upptökur með samtölum manna sem skipulögðu sprengjutilræði á skemmtistaðnum Ministry of Sound í Lundúnum fyrir rúmum tveimur árum voru spiluð í réttarhöldunum yfir þeim í dag. Þar kemur meðal annars fram að forsprakki hópsins ætlaði að fá sér vinnu á staðnum til að auka líkurnar á tilræðið myndi heppnast, auk þess sem honum fannst æskilegra að spregja skemmtistað en flugvöll því öryggisgæslan væri minni. Erlent 26.5.2006 17:47