Fréttir

Fréttamynd

Starfsendurhæfing í forgang

"Já, ég tel þetta mjög áríðandi mál og til mikils að vinna," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra , spurður um hvort uppbygging starfsendurhæfingar væri eitt af forgangsmálum hjá stjórnvöldum nú.

Innlent
Fréttamynd

Norðurljós selja 10 prósent

Norðurljós seldu í gær um tíu prósenta hlut í Og fjarskiptum, síma- og fjölmiðlasamsteypunni, fyrir 1,9 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á genginu 4,23 og voru liður í greiðslu til hluthafa í Norðurljósum vegna lækkunar á hlutafé félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein mannskæðasta árás í Írak

Ekki færri en sextíu liggja í valnum og á annað hundrað særðust í sjálfsmorðsárás í Írak í morgun. Árásin er með þeim mannskæðustu sem gerðar hafa verið.

Erlent
Fréttamynd

Vinna gegn spillingu í olíugeira

Írösk olíumálayfirvöld hafa rekið hundruð starfsmanna í geiranum til að reyna að sporna gegn útbreiddri spillingu og smygli sem kostar ríkið tugi milljarða króna árlega. Nýskipuð ríkisstjórn í Írak hefur heitið því að draga úr spillingu og er þetta liður í þeirri herferð. Flestir starfsmannanna höfðu stolið olíu og selt á svörtum markaði.

Erlent
Fréttamynd

Vilja bætta stjórn úthafsveiða

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tók þátt í fundi sjávarútvegsráðherra 17 ríkja sem fór fram í Kanada í byrjun maí. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu um mikilvægi þess að bæta stjórn úthafsveiða.

Innlent
Fréttamynd

Hertar reglur um umferð utan vega

Í umhverfisráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á endurskoðaða reglugerð um umferð utan vega. Reglurnar verða skýrari og ákveðnari heldur en áður. Þær ná til umferðar bíla, vélknúinna hjóla og hrossa. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Nektardans sé list eins og ballet

Nektardansstaðir í Noregi unnu í dag sigur á skattayfirvöldum þegar dómstóll í Osló komst að þeirri niðurstöðu í dag að nektardans væri list líkt og ópera og ballet og því þyrftu nektardansstaðir ekki að greiða virðisaukaskatt af seldum miðum frekar en leikhús.

Erlent
Fréttamynd

Al-Kaída liði gómaður

Pakistönsk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu haft hendur í hári Líbíumannsins Abu Faraj al-Libbi en hann er talinn þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.

Erlent
Fréttamynd

Tólf tungl finnast

Stjörnufræðingar hafa fundið tólf ný tungl sem eru á sporbaug um Satúrnus. Þekkt tungl plánetunnar eru því orðin 46.

Erlent
Fréttamynd

Vilja flytja inn bíla strax

Ótti manna við að krónan haldi áfram að lækka og dollarinn að hækka hefur skapað gríðarlega ásókn í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum - og það strax.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnst 60 féllu í valinn í Írak

Að minnsta kosti Sextíu manns féllu í valinn og eitt hundrað og fimmtíu slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Arbil í norðurhluta Íraks núna í morgunsárið. Þetta er einhver mannskæðasta einstaka árás uppreisnarmanna í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Fyrir dóm vegna skattsvika

Fjórmenningarnir úr Landssímamálinu, sem dæmdir voru í Hæstarétti á dögunum, þurfa enn að mæta í dómsal. Þeir eru ásamt fimmta manni ákærðir fyrir skattsvik upp á tugi milljóna króna og verður málið tekið fyrir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir yfir ábyrgð á tilræði

Írakskur uppreisnarhópur hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í borginni Arbil í morgun, en þar létust að minnsta kosti 46 manns og um 70 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp við skrifstofu Kúrdíska lýðræðisflokksins sem jafnfram er ráðningamiðstöð lögreglunnar á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja sjá um Spegilinn

Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent útvarpsráði erindi og boðið fram starfskrafta ungra sjálfstæðismanna við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Fréttaskýringaþátturinn <em>Spegillinn</em> er þáttur sem ungir sjálfstæðismenn vildu gjarnan taka að sér og segir í erindinu að það yrði gert án endurgjalds og gæti því stuðlað að sparnaði í rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Fráveitan inn í Orkuveituna

Lagt hefur verið til innan borgarkerfisins að gera Fráveituna að hluta af Orkuveitu Reykjavíkur og eru miklar líkur á að það verði að veruleika. Fráveitan kemur þá við hlið Vatnsveitunnar og Hitaveitunnar innan Orkuveitunnar og hefur sömu stöðu og þær í skipuritinu.

Innlent
Fréttamynd

Flýðu eftir að hafa velt bíl

Bíll valt á aðrein af Miklubraut niður á Reykjanesbraut í nótt. Ökumaður og farþegi komust út úr bílnum og tóku til fótanna. Lögreglan hafði nokkru síðar uppi á ökumanninum sem reyndist vera ölvaður og nokkru síðar uppi á farþeganum. Þeir verða látnir sofa úr sér í fangageymslum og yfirheyrðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Misþyrmdi konu og bað hennar svo

Indversk hjúkrunarkona sem var misþyrmt og nauðgað af samstarfsmanni á sjúkrahúsinu þar sem þau störfuðu hefur hafnað boði hans um að kvænast henni. Nauðgaranum fannst þetta höfðinglegt boð þar sem enginn myndi vilja giftast konunni eftir það sem hann gerði henni. Hann vonaðist til að það myndi stytta dóminn sem hann fengi en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi eftir hryggbrotið.

Erlent
Fréttamynd

Sjóvá greiði sekt vegna samráðs

Úrskurðarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að Sjóvá-Almennum beri að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 27 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Upphaflega beindist rannsókn Samkeppnisstofnunar að þremur tryggingafélögum, VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá-Almennum. Félögin höfðu haft samráð um uppsetningu nýs tjónamatskerfis og hversu mikla verðhækkun það ætti að hafa í för með sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öll olíufélögin búin að borga

Bæði Ker, eignarhaldsfélag Essó og Olís hafa nú fylgt í fótspor Skeljungs og lokið við að borga stjórnvaldssekt vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Þetta ákváðu félögin að gera eftir að fjármálaráðuneytið synjaði beiðni þeirra um að fá að leggja fram bankaábyrgð þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Blair með pálmann í höndunum

Bretar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Þótt allt útlit sé fyrir öruggan sigur Verkamannaflokksins hefur lokasprettur kosningabaráttunnar verið snarpur.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei minni stuðningur við innrás

Nærri sextíu prósent Bandaríkjamanna telja það hafa verið mistök að ráðast inn í Írak, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Gallup, CNN og USA Today</em>. Stuðningur við innrásina hefur aldrei mælst minni í Bandaríkjunum. 56 prósent landsmanna telja að ástandið á Bandaríkjaher í Írak nú sé slæmt og er það einnig mun hærra hlutfall en í fyrri könnunum.

Erlent
Fréttamynd

Sögðu Blair hryðjverkamann

Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku frænda Saddams

Íröksk yfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu handsamað frænda Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, en hann er grunaður um vera í hópi uppreisnarmanna í landinu. Aymen Sab'awi var handtekinn nærri Tíkrít, heimabæ Saddams, ásamt nokkrum öðrum uppreisnarmönnum og höfðu þeir sprengiefni í fórum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Nýr safnstjóri

Hafþór Yngvason hlaut í gær einróma tilnefningu menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þar með samþykkti ráðið tillögu ráðgjafahóps sem mælti með Hafþóri í stöðuna með fulltingi ráðningarskrifstofu IMG Mannafla Liðsauka. Alls voru tuttugu umsækjendur um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir Omagh-tilræði

Saksóknarar á Norður-Írlandi hyggjast sækja mann til saka vegna sprengjutilræðisins í bænum Omagh sumarið 1998. 29 manns fórust í tilræðinu, þar á meðal kona sem var ófrísk af tvíburum, og yfir 300 slösuðust.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla breytingum á skipulagi

Um það bil 200 manns mættu á fund í ráðhúsinu í gærkvöldi þar sem verið var að kynna fyrirhugað skipulag á svonefndum Bílanaustsreit við Sigtún og voru flestir fundarmanna óánægðir með þéttleika byggðarinnar og hæð einstakra húsa. Þar er gert ráð fyrir allt að 240 íbúðum og allt að 12 hæða háum húsum.

Innlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn í tilvistarkreppu

Fylgiskannanir í Bretlandi í dag benda til þess að breski Íhaldsflokkurinn bíði afhroð í kosningunum á morgun. Flokkurinn er týndur í tilvistarkreppu og leiðtogadagar Michaels Howards virðast taldir.

Erlent
Fréttamynd

Hefja gæðaeftirlit í skólum

Gæðaeftirlit í skólum verður tekið upp í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi á næstunni. Fylgjast á með kennslu og ræða við nemendur, foreldra og starfsfólk um skólastarfið auk þess sem farið verður yfir árangur í prófum og áætlanir skóla.

Erlent
Fréttamynd

Milliuppgjör birt

Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar hafa birt milliuppgjör vegna framboðs hans til formannskjörs í Samfylkingunni. Framboð Össurar hefur fram til 1. maí eytt um 1,2 milljónum króna í kosningabaráttuna en allir peningarnir koma frá einstaklingum og félögum og eru framlögin allt frá þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur. Starfsstöð stuðningsmanna Össurar stefnir að því að birta lokauppgjör vegna framboðsins í byrjun júní en úrslitin í formannskjörinu verða eins og flestir vita kunngjör á landsfundi Samfylkingarinnar 21. maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Olís á eitt eftir að greiða sekt

Olís hafði skömmu fyrir hádegið ekki greitt sekt sína til ríkissjóðs vegna ólöglegs verðsamráðs olíufélaganna, en Esso fylgdi í gær fordæmi Skeljungs og greiddi sína sekt.

Innlent