Erlent

Misþyrmdi konu og bað hennar svo

Indversk hjúkrunarkona sem var misþyrmt og nauðgað af samstarfsmanni á sjúkrahúsinu þar sem þau störfuðu hefur hafnað boði hans um að kvænast henni. Nauðgaranum fannst þetta höfðinglegt boð þar sem enginn myndi vilja giftast konunni eftir það sem hann gerði henni. Hann vonaðist til að það myndi stytta dóminn sem hann fengi en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi eftir hryggbrotið. Kvenréttindasamtök á Indlandi eru æf yfir því að dómurinn hafi leyft nauðgaranum að leggja fram jafn lágkúrulegt boð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×