Erlent

Ákærður fyrir Omagh-tilræði

Saksóknarar á Norður-Írlandi hyggjast sækja mann til saka vegna sprengjutilræðisins í bænum Omagh sumarið 1998. 29 manns fórust í tilræðinu, þar á meðal kona sem var ófrísk af tvíburum, og yfir 300 slösuðust. Maðurinn er sagður þegar vera í haldi lögreglu grunaður um fleiri myrkraverk. Hann er félagi í Hinum sanna írska lýðveldisher, klofningshópi úr IRA, en sá hópur lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Rannsókn málsins hefur tekið þrjú ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×