Innlent

Öll olíufélögin búin að borga

Bæði Ker, eignarhaldsfélag Essó og Olís hafa nú fylgt í fótspor Skeljungs og lokið við að borga stjórnvaldssekt vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Þetta ákváðu félögin að gera eftir að fjármálaráðuneytið synjaði beiðni þeirra um að fá að leggja fram bankaábyrgð þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir í málinu. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, sagði þó fyrirvara hafa verið settan við greiðsluna þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir í málinu. Eins sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að honum þætti furðulegt að ráðuneytið hefði synjað olíufélögunum um bankaábyrgð þar sem fordæmi fyrir slíku lægju fyrir og því væri skyndilega ný stefna komin upp í fjármálaráðuneytinu. Alls hafa olíufélögin því greitt rúman einn og hálfan milljarð í sekt. Málið verður að öllum líkindum þingfest í héraði snemmsumars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×