Erlent

Minnst 60 féllu í valinn í Írak

Að minnsta kosti Sextíu manns féllu í valinn og eitt hundrað og fimmtíu slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Arbil í norðurhluta Íraks núna í morgunsárið. Þetta er einhver mannskæðasta einstaka árás uppreisnarmanna í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003. Árásarmaðurinn sprengdi sjálfan sig í loft upp inni á skrifstofu annars af helstu stjórnmálaflokkum Kúrda, þar sem fjöldi fólks var saman kominn. Skrifstofan er einnig ráðningarstöð fyrir írakska herinn. Sjálfsmorðsárásir á svæðum Kúrda í norðurhluta Íraks hafa verið tiltölulega fátíðar en uppreisnarmenn hafa hert árásir sínar að undanförnu í kjölfar frétta af erfiðleikum við stjórnarmyndun í Írak, en ný ríkisstjórn tók við völdum í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×