Innlent

Nýr safnstjóri

Hafþór Yngvason hlaut í gær einróma tilnefningu menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þar með samþykkti ráðið tillögu ráðgjafahóps sem mælti með Hafþóri í stöðuna með fulltingi ráðningarskrifstofu IMG Mannafla Liðsauka. Alls voru tuttugu umsækjendur um stöðuna. Hafþór er 47 ára gamall og hefur lokið tveimur mastersgráðum, í heimspeki og listfræði, báðum frá bandarískum háskólum. Hafþór tekur við stöðunni 1. september næstkomandi og samkvæmt samþykkt Reykjavíkurborgar er honum heimilt að gegna embættinu í allt að átta ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×