Sögðu Blair hryðjverkamann 4. maí 2005 00:01 Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni. Herstöðin í Catterick er stærsta herstöð Bretlands og þeir eru ófáir bresku hermennirnir sem hafa haldið þaðan til að berjast í Írak, í einhverju óvinsælasta stríði sem Bretar hafa nokkurn tíma tekið þátt í. Nú tveimur árum eftir innrásina hefur stríðið veruleg áhrif á kosningabaráttuna í Bretlandi. Íraksstríðið er nánast eina málið sem hefur hrist upp í kosningabaráttunni og fengið frambjóðendur og almenning til að skipta skapi. Bresku dagblöðin hafa síðustu daga verið full af fréttum um það hvernig Blair hafði að engu upphaflegar ráðleggingar breska saksóknarans um að innrás væri ólögleg og hinn annars dagfarsprúði Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur ítrekað kallað Blair lygara vegna þessa. Það bætti ekki úr skák að ekkja síðasta breska hermannsins, sem lést í Írak á mánudaginn var, kennir Blair um dauða eiginmannsins. Þetta getur allt haft áhrif á kosningarnar á morgun enda benda nýjar kannanir til þess að 11 prósent kjósenda hafi þegar hætt við að kjósa Verkamannaflokkinn vegna Íraksmálsins. Eitt er víst, flestir breskir kjósendur hafa skoðun á Íraksstríðinu, ekki síst breskir múslímar eins og þeir sem Stöð 2 hitti að máli í Manningham í Mið-Englandi. Abdul Rehman Saleem, trúarlegur leiðtogi Al Ghurabaa hópsins, segir að hópurinn telji að Tony Blair sé krossfari, morðingi og hryðjuverkamaður. Hendur hans séu ataðar blóði múslíma í Írak og Afganistan vegna sprengjuárásanna á löndin og árása á moskur múslíma og vegna nýju laganna gegn hryðjuverkum. Saleem segir Breta handtaka presta múslíma og ógna múslímum í Evrópu og vegna þess sé ungt fólk að verða róttækara en Bretar muni ekki hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Það varð reyndar nokkuð uppnám í hverfinu þegar Stöð 2 mætti á staðinn því það er ekki það sama múslími og múslími. Í ljós kom að hópurinn sem fréttamaður ræddi við var herskár hópur manna frá Birmingham og múslímarnir í moskunni á staðnum voru ekki par hrifnir af því að svo öfgafullar skoðanir tengdust þeirra hverfi og þeirra mosku og létu fréttamann heyra það. Þeir spurðu hvort taka ætti viðtölin fyrir utan moskuna þeirra og sögðu að ef þau birtust í sjónvarpinu eða blöðum þar sem moskan væri í bakgrunni færu þeir í mál við stöðina. Í kjölfarið svörðu þeir öll pólitísk tengsl af sér. Lögreglan fylgdist grannt með þessari uppákomu allri en skipti sér ekki af málinu sem leystist farsællega á endanum. Það er ekki víst að pólitískur frami Blairs jafni sig jafn farsællega á Íraksmálinu en það kemur í ljós þegar talið verður upp úr kjörkössunum á morgun. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni. Herstöðin í Catterick er stærsta herstöð Bretlands og þeir eru ófáir bresku hermennirnir sem hafa haldið þaðan til að berjast í Írak, í einhverju óvinsælasta stríði sem Bretar hafa nokkurn tíma tekið þátt í. Nú tveimur árum eftir innrásina hefur stríðið veruleg áhrif á kosningabaráttuna í Bretlandi. Íraksstríðið er nánast eina málið sem hefur hrist upp í kosningabaráttunni og fengið frambjóðendur og almenning til að skipta skapi. Bresku dagblöðin hafa síðustu daga verið full af fréttum um það hvernig Blair hafði að engu upphaflegar ráðleggingar breska saksóknarans um að innrás væri ólögleg og hinn annars dagfarsprúði Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur ítrekað kallað Blair lygara vegna þessa. Það bætti ekki úr skák að ekkja síðasta breska hermannsins, sem lést í Írak á mánudaginn var, kennir Blair um dauða eiginmannsins. Þetta getur allt haft áhrif á kosningarnar á morgun enda benda nýjar kannanir til þess að 11 prósent kjósenda hafi þegar hætt við að kjósa Verkamannaflokkinn vegna Íraksmálsins. Eitt er víst, flestir breskir kjósendur hafa skoðun á Íraksstríðinu, ekki síst breskir múslímar eins og þeir sem Stöð 2 hitti að máli í Manningham í Mið-Englandi. Abdul Rehman Saleem, trúarlegur leiðtogi Al Ghurabaa hópsins, segir að hópurinn telji að Tony Blair sé krossfari, morðingi og hryðjuverkamaður. Hendur hans séu ataðar blóði múslíma í Írak og Afganistan vegna sprengjuárásanna á löndin og árása á moskur múslíma og vegna nýju laganna gegn hryðjuverkum. Saleem segir Breta handtaka presta múslíma og ógna múslímum í Evrópu og vegna þess sé ungt fólk að verða róttækara en Bretar muni ekki hafa sigur í stríðinu gegn hryðjuverkum. Það varð reyndar nokkuð uppnám í hverfinu þegar Stöð 2 mætti á staðinn því það er ekki það sama múslími og múslími. Í ljós kom að hópurinn sem fréttamaður ræddi við var herskár hópur manna frá Birmingham og múslímarnir í moskunni á staðnum voru ekki par hrifnir af því að svo öfgafullar skoðanir tengdust þeirra hverfi og þeirra mosku og létu fréttamann heyra það. Þeir spurðu hvort taka ætti viðtölin fyrir utan moskuna þeirra og sögðu að ef þau birtust í sjónvarpinu eða blöðum þar sem moskan væri í bakgrunni færu þeir í mál við stöðina. Í kjölfarið svörðu þeir öll pólitísk tengsl af sér. Lögreglan fylgdist grannt með þessari uppákomu allri en skipti sér ekki af málinu sem leystist farsællega á endanum. Það er ekki víst að pólitískur frami Blairs jafni sig jafn farsællega á Íraksmálinu en það kemur í ljós þegar talið verður upp úr kjörkössunum á morgun.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira