Fréttir

Fréttamynd

Samkomulag náðist við Spútnik báta

Samkomulag hefur náðst á milli Spútnik báta og Verkalýðsfélags Akraness en að undanförnu hefur verið deilt um heimild fyrirtækisins til að fá til starfa erlenda verkamenn á grundvelli þjónustusamnings við erlenda starfsmannaleigu.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæltu hryðjuverkaárásunum

Þúsundir manna, bæði heimamenn og ferðamenn, söfnuðust saman á ferðamannastaðnum Sharm el-Sheik í Egyptalandi í gær til að mótmæla hryðjuverkaárásunum á laugardag sem urðu 88 manns að bana og særðu yfir 120.

Erlent
Fréttamynd

Samið um 40 ljósleiðaratengingar

Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Drógu kæru til baka

Verkalýðsfélag Akraness, sem kært hafði fyrirtækið Sputnikbátar fyrir að hafa fimm pólska verkamenn í vinnu án tilskilinna leyfa, hefur dregið kæruna til baka.

Innlent
Fréttamynd

Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag

Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum.

Innlent
Fréttamynd

Verkamenn til leigu

Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Danir og Kanadamenn deila um smáey

Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að hún muni mótmæla því skriflega við kanadísk yfirvöld að kanadíski varnarmálaráðherrann, Bill Graham, steig á land á Hans eyju fyrir fáeinum dögum án þess að láta Dani vita.

Erlent
Fréttamynd

Áheitaróður á hættuslóðum

Kjartan Jakob Hauksson sem rær nú umhverfis landið lenti í óhappi á erfiðasta kafla ferðarinnar þegar fótstig brotnaði skammt frá Hornafirði og því afréð hann að leita í land í Skinneyjarhöfða því ekki væri á það hættandi að fara þessa leið á varafótsigi sem aðeins er ætlað í neyðartilfellum.

Innlent
Fréttamynd

Leita fimm Pakistana

Lögregla í Egyptalandi leitar nú fimm Pakistana sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á hryðjuverkunum í Sharm el-Sheik um helgina. Öryggisfulltrúum á Sínaískagasvæðinu var mörgum hverjum sagt upp í kjölfar árásanna og þeir sagðir hafa sofið á verðinum.

Erlent
Fréttamynd

5 handteknir vegna sprenginganna

Lögreglan í London hefur nú handtekið fimm menn í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í borginni í síðustu viku. Tilkynnt var um handtöku tveggja manna nú síðdegis en þrír voru þegar í haldi lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Magnús Gylfason rekinn

Magnús Gylfason hefur verið rekinn sem þjálfari KR í Landsbankadeild karla. KR-ingum hefur gengið illa það sem af er móti, í 6.sæti með 13 stig. Þá eru þeir einnig dottnir úr bikarkeppninni.

Sport
Fréttamynd

Hryðjuverkamannanna leitað

Átök brutust út þegar egypska lögreglan umkringdi tvö þorp þar sem talið var að hryðjuverkamenn héldu til. Alþjóðlegum hryðjuverkamönnum er kennt um tilræðin í Sharm el Sheikh sem kostuðu áttatíu og átta lífið.

Erlent
Fréttamynd

Átök halda áfram í Súdan

Nokkurt mannfall varð á meðal íbúa þorpa í Darfúr-héraði í Súdan í gær þegar uppreisnarmenn gerðu árás á þorpin. Ekki liggur fyrir hve margir eru látnir en auk þeirra sem biðu bana eru þónokkrir særðir, eftir því sem Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis.

Erlent
Fréttamynd

Mæta öllum skilyrðum súnníta

Írakska þingið hefur mætt öllum skilyrðum súnnítaleiðtoga fyrir þátttöku í stjórnarskrárnefnd Íraks. Súnnítar hafa neitað að taka þátt í starfi nefndarinnar eftir að þeir ruku út af fundi hennar í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Sjatnar í Jöklu

Vatnsborð Jöklu hefur sjatnað til muna eftir að vatnsmagn hennar náði hámarki í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að það flæddi yfir brúnna við Kárahnjúkastíflu í annað sinn á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Tvö þorp umkringd í Egyptalandi

Egypska lögreglan umkringdi fyrir stundu tvö þorp þar sem talið er að finna megi í það minnsta tvo hryðjuverkamenn sem tóku þátt í árásunum í Sharm el-Sheikh um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Kveikt í íbúðarhúsi á Egilsstöðum

Lögregla telur víst að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði við íbúðarhús við Bláskóga á Egilsstöðum í gær. Mildi þykir að eldsins varð vart áður en hann læsti sig í húsið sjálft.

Innlent
Fréttamynd

Ófrísk en heiladauð

Susan Torres, 26 ára Bandaríkjamaður, féll í dá í maí síðastliðinn eftir að óuppgötvað heilaæxli olli henni heilablóðfalli þar sem hún sat við kvöldverðarborðið heima hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

Hætt við ferðir til Sharm el-Sheik

Íslenskar ferðaskrifstofur hafa hætt við ferðir sem fara átti til egypska ferðamannabæjarins Sharm el-Sheik við Rauðahafið eftir að hryðjuverk urðu þar tæplega níutíu manns að bana í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Súnníar aftur með í ferlinu

Súnní-Arabar hafa aftur tekið sæti sín í nefnd sem fjallar um stjórnarskrá fyrir Írak. Þeir höfðu sniðgengið nefndina í tæpa viku til að mótmæla morðum á tveimur samstarfsmanna þeirra, Súnnía sem sæti áttu í nefndinni.

Erlent
Fréttamynd

Brúnni yfir Jöklu lokað aftur

Brúnni yfir Jöklu við Kárahnjúka var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxta í ánni. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort vatnið flæddi yfir hana en síðdegis í gær var útlit fyrir að svo yrði þar sem vatnið var orðið talsvert meira en á sama tíma í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

22% aukning farþega á Bakka

Ný flugstöð verður vígð á Bakkaflugvelli á morgun. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi eldri byggingu frá árinu 1997 sem er aðeins 45 fermetrar. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur farþegum sem fara um flugvöllinn fjölgað um 22% miðað við sama tímabil í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan í kappi við tímann

Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna.

Erlent
Fréttamynd

Vopnuð átök um helgina

Til vopnaðra átaka kom í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan nú um helgina. Þetta hafa yfirmenn hersins þar í landi viðurkennt.

Erlent
Fréttamynd

Lestarstöð í New York rýmd

Lestarstöð í Pennsylvaníu í New York í Bandaríkjunum var lokuð og stöðin rýmd í um klukkustund í gær eftir að pakka var hent í starfsmann stöðvarinnar og sagt að í væri sprengja.

Erlent
Fréttamynd

Ásakanir ekki svara verðar

Kolbrún Aðalsteinsdóttir skipuleggjandi Iceland Fashion Week segir ásakanir Sunnu Ásgeirsdóttur og Hörpu Einarsdóttur ekki svara verðar en þær sögðust hafa hætt við þátttöku í hátíðinni vegna vanefnda Kolbrúnar

Innlent
Fréttamynd

Drepin af ásettu ráði

Lögmenn fjölskyldu kanadísks ljósmyndara, sem lést í haldi yfirvalda í Íran fyrir tveimur árum, fullyrða að ljósmyndarinn, Zahra Kazemi að nafni, hafi verið drepinn af ásettu ráði. Zahra var handtekin fyrir utan fangelsi í Tehran, höfuðborg Írans, þar sem hún var að taka myndir en margir fanganna sem þar sitja inni hafa unnið sér það eitt til saka að vera andvígir stefnu stjórnvalda í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Frelsi eða lok velferðarkerfisins

Frá því framkvæmdir hófust við Kárahnjúka hafa málefni erlendra starfsmanna hér á landi mikið verið til umræðu enda ýmiss átök gefið tilefni til. Mál af þessu tagi einskorðast þó ekki við Kárahnjúka því fyrir skemmstu kærði Verkalýðsfélag Akraness atvinnurekanda í bænum sem var með fimm pólska verkamenn í vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Forsetanum mótmælt

Gloria Arroyo forseti Filippseyja flutti árlegt þingávarp sína í gær við allsérstæðar aðstæður. Stjórnarandstaðan var ekki viðstödd athöfnina og utan við þinghúsið voru saman komnir tugir þúsunda mótmælenda.

Erlent
Fréttamynd

Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð

Yfirvöld í Indónesíu og á Taílandi segja enga hættu vera á flóðbylgju og hafa afturkallað flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti upp á 7,2 á Richter skók Nicobar-eyjurnar í Indlandshafi í gærkvöld. Mikil skelfing greip um sig á eyjunum en engar fréttir hafa þó borist af mannfalli.

Erlent