
Mariam ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.
Stefán Guðnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Símenntunar Háskólans á Akureyri.
Marta María Arnarsdóttir tekur við sem skólameistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík um mánaðarmótin af Margréti Sigfúsdóttur sem hefur sinnt starfinu í 24 ár.
Harpa Vífilsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Norvik, móðurfélag BYKO. Hún tekur við starfinu af Brynju Halldórsdóttur sem hefur ákveðið að hætta störfum.
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa.
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups.
Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar, er nýr formaður Kirkjugarðasambands Íslands (KGSÍ). Smári var kosinn einróma á 26. aðalfundi sambandsins sem haldinn var á laugardag.
Orkan IS ehf. hefur ráðið Auði Daníelsdóttur sem nýjan forstjóra. Auður kemur til Orkunnar frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað síðan 2002.
Arnar Þór Jóhannesson hefur verið ráðinn forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA).
Styrmir Hjalti Haraldsson hefur verið ráðinn í stöðu sérfræðings á Orkusviði N1. Munu helstu verkefni hans þar snúa að greiningum á raforkumarkaði.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri (COO) hjá SalesCloud og hefur hún þegar hafið störf.
Bjarni Kristinn Torfason hefur verið ráðinn áhættustjóri Lífsverks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsverk.
Hildur Harðardóttir, verkefnisstjóri á sviði Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður Kvenna í orkumálum á aðalfundi félagsins þann 5. maí. Hildur tekur við af Hörpu Pétursdóttur, stofnanda félagsins.
Ásgeir Kröyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá PayAnalytics.
Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi.
Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018.
Kristófer Páll Lentz hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Kóða sem sölu- og markaðsstjóri Keldunar og Hluthafaskrár.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði til fimm ára. Hún var valin úr hópi fimm umsækjenda.
Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.
Mennta- og barnamálaráðuneytinu barst 21 umsókn um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík og skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku.
Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.
Daníel Svavarsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. maí síðastliðnum.
Páll Sveinsson hefur verið ráðinn í starf skólastjóra Vallaskóla á Selfossi frá og með 1. ágúst 2022. Hann mun taka við starfinu af Guðbjarti Ólasyni.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, kynnti í dag breytingar á framkvæmdastjórn Samkaupa.
Hlynur Sigurðsson var í gær ráðinn framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi. Hann mun taka við af Jóni S. Helgasyni þann 1. október næstkomandi.
Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Egilsstaðaskóla. Hún tekur við starfinu af Ruth Magnúsdóttur. Sex sóttu um starfið sem auglýst var til umsóknar þann 25. mars.
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga.