Viðskipti innlent

Þrír nýir ráðgjafar til Syndis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vinstri: Björn haraldsson, Erla Sóldís Þorbergsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Guðríður Steingrímsdóttir og Ebenezer Þ. Böðvarsson.
Frá vinstri: Björn haraldsson, Erla Sóldís Þorbergsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Guðríður Steingrímsdóttir og Ebenezer Þ. Böðvarsson.

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Hópstjóri sviðsins segir ráðningarnar auka aðgengi viðskiptavina að fagfólki. 

Starfsmennirnir þrír eru Guðríður Steingrímsdóttir, Björn Haraldsson og Erla Sóldís Þorbergsdóttir. Fyrir starfa Ebenezer Þ. Böðvarsson og Guðrún Valdís Jónsdóttir í teyminu. 

Björn er rafmagnsverkfræðingur frá HÍ og með M.Sc-gráðu í upplýsingaöryggi frá KTH-skólanum í Stokkhólmi. Hann starfaði í tíu ár hjá alþjóðlegum upplýsingaöryggisfyrirtækjum áður en hann gekk til liðs við Syndis. 

Guðríður er með M.Sc.-gráðu í lyfjafræði frá Háskóla íslands. Þá er hún með IPMA D-vottun í verkefnastjórnun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Hún kemur til Syndis frá Veritas samstæðunni en hún starfaði þar í átta ár. 

Erla Sóldís hefur starfað sem öryggis- og verkefnastjóri í fjármálageiranum undanfarin ár. Hún kemur til Syndis frá Origo þar sem húns tarfaði við gæðamál. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og er að ljúka mastersnámi í upplýsingastjórnun við Háskólann í Reykjavík. 

„Við skynjum að stjórnendur fyrirtækja og stofnana átta sig á að aldrei hefur verið mikilvægara en nú að sinna forvörnum og hafa virkar viðbragðsáætlanir til að bregðast við áföllum. Þá er vitundarvakning meðal stjórnenda um að upplýsingaöryggi verður ekki einungis leyst með upplýsingatækni heldur er þörf á sérfræðiþekkingu sem spannar yfir lög og reglur, tækni og aðlögun öryggis að störfum fólks og menningu fyrirtækja,“ er haft eftir Ebenezer, hópstjóra sviðsins, í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×