Viðskipti innlent

Svava Björk nýr framkvæmdastjóri Framvís

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svava Björk Ólafsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Framvís.
Svava Björk Ólafsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Framvís. Aðsend

Framvís, samtök vísifjárfesta hefur ráðið Svövu Björk Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með nóvember 2022.

Svava Björk er stofnandi RATA og sérfræðingur í nýsköpun og verkefnastjórnun. Hún hefur um 10 ára reynslu úr vistkerfi nýsköpunar hér á landi þar sem hún hefur sinnt ráðgjöf, pitch þjálfun og stýringu stuðningsverkefna, að því er segir í tilkynningu frá Framvís.

Hún er ein af stofnaðilum Norðanáttar sem er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi og vinnur nú náið með Sunnanátt á Suðurlandi. Hún er ein stofnenda fræðsluvettvangsins Hugmyndasmiðir sem hefur það markmið að efla nýsköpunar- og frumkvöðlafærni barna og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina. Svava hefur undanfarin ár stýrt stærsta nýsköpunarnámskeiði landsins í Háskólanum í Reykjavík og er Angel ambassador hjá Nordic Ignite. Hún mun sinna hlutverkinu samhliða öðrum verkefnum.

Framvís samtökin voru stofnun 2018 og eru samstarfsvettvangur engla- og vísifjárfesta sem vinna að því að efla vistkerfi vísifjárfestinga á Íslandi.

„Við hjá Framvís erum ótrúlega ánægð að fá Svövu Björk til liðs við samtökin þar sem hún býr yfir áralangri reynslu og þekkingu á vistkerfi nýsköpunar ásamt viðamiklu tengslaneti. Hún hefur verið kraftmikil á sínu sviði undanfarin ár, bæði í stuðningi beint við frumkvöðla sem og við aðra stuðningsaðila. Hún mun halda því góða starfi áfram og bætir hér við stuðningi við engla- og vísisjóði í gegnum starf samtakanna,“ er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, formanns Framvís.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.